7.3.2008 | 00:24
Hamingjan orðin arfgeng.
Jæja nú á hamingjan víst að erfast, ja hérna ekki er öll vitleysan eins í þessari veröld.
Ég held nú að hamingjan sé eitthvað sem maður ávinnur sér en er ekki meðfætt.
Hamingja er lífsviðhorf, að vera sáttur við sitt líf er hamingja.
En hamingjuna verður maður að finna innra með sér, hún finnst ekki í hlutum eða gjöfum.
Hamingjan sést ekki á eigum eða stöðu, nei aðeins maður sjálfur veit að maður er hamingjusamur.
Hamingjan sem slík erfist ekki það held ég að sé nokkuð öruggt.
Hamingja er ekki að fá það sem maður vill, heldur vilja það sem þú færð.
Hamingjan er arfgeng | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Christian Glitter by www.christianglitter.com
Sæll Jens.
Margt fréttir maður á gamalsaldri :)
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 7.3.2008 kl. 01:48
Sæl Rósa.
Já það er svolítið merkilegt þetta hamingju gen.
Jens Sigurjónsson, 7.3.2008 kl. 02:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.