Latur að blogga.

H125

Vopnafjörður.

Jæja það verður nú að segjast að  maður er búinn að vera ansi latur við að blogga undanfarið.

En ég er búinn að njóta þess að vera í fríi undanfarna daga og tekið lífinu með ró.

Ég og Beverley fórum í stutta heimsókn til foreldra minna austur á Vopnafjörð, og alltaf er jafn

gaman að koma á sínar gömlu æskuslóðir og hitta ættingja og gamla vini.

akureyri_eyjafjordur

Akureyri.

Einnig stoppuðum við í nokkra daga á Akureyri, þar býr sonur minn, og áttum við mjög góðan

tíma saman eins og alltaf þegar við hittumst.

Á Akureyri búa líka tvær af systrum mínum, mjög gaman var að hitta þær og fjölskyldur þeirra.

 

Picture 307...Picture 396...Picture 390

Nú svo var stefnan sett á heimsborgina London, og myndirnar hér fyrir ofan tók ég í þeirri ferð.

Í London vorum við í nokkra daga, og vorum bara að njóta lífsins og slappa vel af.

En núna er fríið að verða búið í bili, en ég sigli frá Reykjavík fljótlega og er stefnan sett á

Newfoundland.

Picture 371....Picture 370...Picture 368

                  Ég                                               Ég og Bev                                 Beverley

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll vertu. Verst að hafa farið á mis við þig í Kauptúni  Þú lætur nú sjá þig aftur í sveitinni fögru.  Hér er búið að snjóa og snjóa. Sem betur fer byrjað að frysta loðnu á nýjan leik.

Mikið langar mig til Kanada aftur. Hef tvisvar farið þangað og stoppaði í þrjá mánuði í fyrra skiptið. Uppáhaldsblómagarðurinn minn er í Viktoría við Kyrrahafsströndina. Í seinna skiptið sem ég kom þangað 1998 þá var ég ein þar í hálfan dag og hefði getað verið lengur. Þú þarft að fara með foreldrana þangað í þá yndislegu Paradís. 

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 2.3.2008 kl. 16:46

2 Smámynd: Jens Sigurjónsson

Sæl Rósa mín.

Það hefði verið gaman að hitta á þig fyrir austan í sveitinni fögru. Það verður bara næst, maður stoppaði svo stutt núna. Það var gott að loðnan hafi fundist á nýjan leik. Það skiptir öllu máli fyrir Vopnfirðinga að loðnan veiðist, annars yrði dæmið ansi erfitt á svæðinu á svæðinu.

Þú verður bara að fara að skella þér til Kanada, ég verð með heitt á könnunni og gott bakkelsi með.

Já foreldrarnir mínir eiga örugglega eftir að koma vestur um haf. Annars fóru þau á hitt heimilið mitt sem er á á Spáni í haust og líkaði það vel.

Bestu kveðjur Jenni.

Jens Sigurjónsson, 2.3.2008 kl. 17:55

3 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Sæll og velkominn heim og góða ferð aftur Gaman að lesa pistlana þína og enn frekar gaman að sjá myndirnar.  Gangi þér vel. Bestu kveðjur og heilsanir.

Rúna Guðfinnsdóttir, 2.3.2008 kl. 19:25

4 Smámynd: Jens Sigurjónsson

Takk Rúna mín, gangi þér sem allra best.

Bið að heilsa.

Jens Sigurjónsson, 2.3.2008 kl. 23:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband