27.6.2007 | 18:14
Búkolla veldur usla.
Nú er orðin áhætta fyrir bændur að taka börn í sveitina til sumardvalar. Dómstólar landsins hefðu nú lítið haft annnað að gera hér á árum áður ef öll börn hefðu kært bændur landsins fyrir skrámurnar sem þau fengu á líkama sýna eftir smá pústra við húsdýrin. Mér finnst þetta mál með ólíkindum vitlaust.
Þetta er hin eina sanna heilaga kýr. (Holy Cow)
Hún stangar ekki börn.
Slasaðist í viðskiptum við kú | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Enginn með viti stangar börn. Sóistdas. Kveðja,
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 27.6.2007 kl. 21:22
Mér finnst þetta hreint mðe ólíkindum og á ekki orð yfir þetta. 2000 000 krónur í skaðabætur! Ég væri ósátt, væri ég bóndinn.
Rúna Guðfinnsdóttir, 28.6.2007 kl. 10:28
Kýrin var nýborin! Hún hlýtur að hafa verið með fæðingarsturlun.
Svava frá Strandbergi , 28.6.2007 kl. 13:52
Eru bændur ekki tryggðir fyrir svona löguðu? En ég man ekki eftir svona brjálaðri belju í minni sveit, eitthvað svo huggulegar og skapgóðar vestfirsku kýrnar
Guðrún Sæmundsdóttir, 29.6.2007 kl. 18:42
Já þetta er með ólíkindum. Ég ætti kannski að fara í mál við bóndann sem átti hestinn sem henti mér af baki þegar ég var krakki! Var hölt í 2 vikur á eftir og öll hrufluð. Erum við orðin kærusjúk eins og í Ameríku?
Margrét St Hafsteinsdóttir, 30.6.2007 kl. 23:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.