25.6.2007 | 22:42
Þrælahald.
Er ekki kominn tími til að banna þrælahald á Íslandi, Það er jú árið 2007 og er ekki verið að banna allt hvort sem er ? Það er verið að tala um að stúlkur sem stundi svokallaðan listdans á þessum umtöluðu súlustöðum komi frá fyrrum austantjaldslöndum og séu hér sem þrælar, í það minnsta eru þær ekki frjálsar ferða sinna. Nú svo eru piltar frá sömu löndum fluttir hingað í verkamannavinnu, og er lítið sem ekkert borgað fyrir þá vinnu. Hafa verkamennirnir verið látnir sofa og hvílast í iðnaðarhúsum sem eru ekki mönnum bjóðandi sem vistarverur.
Hvað er eiginlega í gangi ? Ég bara spyr.
Rafiðnaðarsambandið vill láta rífa verk pólskra starfsmanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já þetta er skrítin þróun. Ekki nema von þú spyrjir. Vonandi fer að komast einhver almennilegur flötur á málefni erlends vinnuafls. Þetta er jú fólk allt saman.
Margrét St Hafsteinsdóttir, 25.6.2007 kl. 23:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.