25.6.2007 | 20:53
Góður endir.
Sem betur fer endaði þessi sjóferð með Hafsúlunni vel, en hún hefði getað endað mjög illa. Ekkert er verra á skipi en laus eldur, eldur um borð í skipi er það sem sjómenn óttast mest. Það sem ég tók eftir var hvað allt virkaði hratt og vel í björgunarferlinu allir voru komir á stað með það sama. En sem betur fer réð áhöfnin við vandan og leysti hann vel af hendi. En farþegarnir voru hressir og skelltu sér strax um borð í næsta bát sem heitir Elding og héldu áfram hvalaskoðun. Er ekki nafnið á seinni bátnum ansi kalhæðið eftir atvikið um borð í Hafsúlunni ?
Hafsúlan komin í land | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já ég var ein af þeim sem fór í Samhæfingarstöð almannavarnan og vonuðust allir eftir því besta en var allt neyðarkerfið tilbúið að takast á við hið vesta. En allt gekk að óskum og fréttir herma að flestir farþegarnir hafi farið í hvalaskoðun með Eldingunni og tek ég undir þetta með nafnið .
Herdís Sigurjónsdóttir, 25.6.2007 kl. 21:41
það verður alltaf að búast við því versta þegar svona neyðarkall kemur. En kerfið ykkar virkaði vel.
Jens Sigurjónsson, 25.6.2007 kl. 22:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.