Eru ekki öll tryggingasvik kærð ?

dentist

Eru tannlæknar tryggingasvikarar ?

Manni bregður nokkuð við að heyra það sem forstöðumaður eftirlits

Tryggingastofnunar ríkisins segir um auðgunarbrot í heilbrigðiskerfinu.

Hann segir að dæmi séu um mjög gróf brot.

Tannlæknir á að hafa sent yfir 100 reikninga til TR varðandi meðferð

á nær tannlausum sjúklingi. Og dæmi er um tannlækni þar sem meira en

helmingur þeirra reikninga sem hann sendi inn á margra ára tímabili voru

 tilhæfulausir. Og svo hafa heilbrigðisstarfsmenn reynt að fá greiðslu fyrir

rannsóknir á látnum einstaklingum.

Formaður Tannlæknafélagsins Íslands segist aldrei hafa heyrt um að

tannlæknir hafi verið dæmdur fyrir tryggingasvik.

 

Hvernig er þetta eiginlega kærir TR ekki þegar upp kemst um tryggingasvik ?

Ég hélt að tryggingasvik væri glæpur sem enduðu fyrir dómstólum eins og aðrir

glæpir.

 Misréttið fóðrar hástéttirnar, móðgar miðstéttirnar og brýtur nyður lágstéttirnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jens Sigurjónsson

Já það er satt Erlingur sumir eru jafnari en aðrir.

Ég er hér heima.

Jens Sigurjónsson, 25.5.2007 kl. 13:00

2 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Ég get ekki annað en brosað að 100 reikningum fyrir tannlausan einstakling. Þetta er náttúrulega bara brilliant, af hverju dettur manni sjálfum ekki eitthvað sniðugt í hug???

Rúna Guðfinnsdóttir, 25.5.2007 kl. 23:14

3 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Var ekki  einhver fostjóri eða yfirmaður í Tryggingastofnun fyrir nokkrum árum sem sveik sjálfur út fé úr stofnuninni? Ég veit ekki til  að hann hafi verið kærður.

Svava frá Strandbergi , 26.5.2007 kl. 19:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband