24.5.2007 | 18:11
Eru ekki öll tryggingasvik kærð ?
Eru tannlæknar tryggingasvikarar ?
Manni bregður nokkuð við að heyra það sem forstöðumaður eftirlits
Tryggingastofnunar ríkisins segir um auðgunarbrot í heilbrigðiskerfinu.
Hann segir að dæmi séu um mjög gróf brot.
Tannlæknir á að hafa sent yfir 100 reikninga til TR varðandi meðferð
á nær tannlausum sjúklingi. Og dæmi er um tannlækni þar sem meira en
helmingur þeirra reikninga sem hann sendi inn á margra ára tímabili voru
tilhæfulausir. Og svo hafa heilbrigðisstarfsmenn reynt að fá greiðslu fyrir
rannsóknir á látnum einstaklingum.
Formaður Tannlæknafélagsins Íslands segist aldrei hafa heyrt um að
tannlæknir hafi verið dæmdur fyrir tryggingasvik.
Hvernig er þetta eiginlega kærir TR ekki þegar upp kemst um tryggingasvik ?
Ég hélt að tryggingasvik væri glæpur sem enduðu fyrir dómstólum eins og aðrir
glæpir.
Misréttið fóðrar hástéttirnar, móðgar miðstéttirnar og brýtur nyður lágstéttirnar.
Athugasemdir
Já það er satt Erlingur sumir eru jafnari en aðrir.
Ég er hér heima.
Jens Sigurjónsson, 25.5.2007 kl. 13:00
Ég get ekki annað en brosað að 100 reikningum fyrir tannlausan einstakling. Þetta er náttúrulega bara brilliant, af hverju dettur manni sjálfum ekki eitthvað sniðugt í hug???
Rúna Guðfinnsdóttir, 25.5.2007 kl. 23:14
Var ekki einhver fostjóri eða yfirmaður í Tryggingastofnun fyrir nokkrum árum sem sveik sjálfur út fé úr stofnuninni? Ég veit ekki til að hann hafi verið kærður.
Svava frá Strandbergi , 26.5.2007 kl. 19:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.