Aðskilnaður ríkis og kirkju.

 bilde?Site=XZ&Date=20070219&Category=FRETTIR04&ArtNo=70219025&Ref=AR&MaxW=260&MaxH=190&NoBorder=1

Verður ríki og kirkja skilin að á næstu fjórum árum ?

Mjög sennilega verður Þjóðkirkjan enn undir væng ríkisins eftir fjögur ár, og þá sennilega ekkert

búið að gera neitt með það að skera á strenginn þar á milli.

Mér finnst trúarlíf þjóðarinnar blómstra í dag, og ekki mundi það minnka þó að ekki yrði Ríkiskirkja

í landinu. Trúarþörfin yrði jafnmikil þá og nú, við erum jú Kristin þjóð og það breytist ekki við

aðskilnað ríkis og kirkju.

Það yrði til mikilla bóta ef prestar yrðu ekki lengur opinberir embættismenn, þeir yrðu þá starfsmenn

Guðsríkis en ekki Íslenska ríkisins, og yrðu þá menn í prest starfi eingöngu vegna köllunnar sinnar

sem ég held því miður að það sé ekki svo með alla presta í dag. Við þurfum presta sem starfa eins

og miskunnsami samverjinn en ekki eins og frosnir skrifstofumenn.

Kristur hefði örugglega ekki samþykkt að kirkjan yrði undir stjórn ráðherra og forseta, sem kannski

eru ekki kristnir. Er ekki bara best að trúin verði einkavædd eins og allt annað ?

Þá geta leiðtogar allra trúfélaga landsins slegist um sálir þessa lands og þá yrði nú fjör í trúarlífi

landsins trúarlífi sem ríkið skiptir sér ekki af heldur stjórnast af siðaboðskap kristninnar sem byggir á

boðskap Jesú Krists, en hann sagði ",Elska skalt þú Drottin, Guð þinn, af öllu hjarta þínu, allri sálu

þinni og öllum huga þínum.´Þetta er hið æðsta og fremsta boðorð. Annað er þessu líkt :´þú skalt

elska náunga þinn eins og sjálfan þig.´Á þessum tveimur boðorðum hvílir allt lögmálið og

spámennirnir."(Mt 22.37-40)

Marteinn Lúter sagði " Kristið líf byggist á trú og hjálpfýsi". Ekki pólitík eins og margir halda.

En auðvitað verður vandamál í skilnaði kirkjunnar og ríkisins þegar kemur að eignum kirkjunnar en

árið 1907 var gert samkomulag að ríkið hefði umsjón með eignum kirkjunnar sem eru jú miklar

En það á ekki að vera vandamál að borga kirkjuna út annað eins er nú gert

 Orðið kirkja er komið úr grísku kyriakón sem merkir eiginlega

"Það sem er tilheyrir Drottni: Drottins hús".

Þannig að kirkjan tilheyrir ekki ríkinu.

 

Þá


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Skýrðu það fyrir okkur, Jens, nákvæmlega og í öllum helztu praktísku atriðum, hvað það er, sem þú átt við með orðunum "aðskilnaður ríkis og kirkju." Það er lágmark, að það liggi skýrt og ljóst fyrir, hvað þú átt við, þegar þú setur fram þessar kröfur þínar. - Með kveðju,

Jón Valur Jensson, 24.5.2007 kl. 00:47

2 Smámynd: Jens Sigurjónsson

Sæll Jón Valur.

Aðskilnaður ríkis og kirkju felur m.a. í sér að jafna, lagalega, fjárhagslega og félagslega stöðu þeirra hópa sem aðhyllast ólíkar lífsskoðanir. Öðruvísi verður trúfrelsi, og þar með frelsi einstaklingsins ekki tryggt.

Í 65 grein stjórnarskrárinnar stendur meðal annars.." Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana,..............."

Kristnir söfnuðir sem eru fyrir utan þjóðkirkjuna njóta ekki sömu kjara. Samt erum við öll jöfn fyrir Guði og erum börnin hans. ´

Trúfrelsi var afnumið hér á landi árið 999 og með stjórnarskránni 1874 færði Kristján níundi okkur trúfrelsi aftur. En það má segja að það hafi verið komið árið 1849 þegar Grundvallarlögin svo kölluðu tóku gildi í öllu Danaveldi. En í sömu stjórnarskrá og Kristján færði okkur var ákveðið að Lútersk evangelísk kirkja yrði Þjóðkirkja Íslands. það eru rúm 130 ár síðan að trúfrelsi var leitt í lög hérlendis. Það er ótrúlegt að ríkið skuli enn vera með afskipti af trúmálum.

Ríkistrúarbrögð heyra orðið til undantekninga í löndum Evrópu. Svíþjóð skildi að ríki og kirkju árið 2000 og veit ég ekki betur en að þar sé allt í lukkunnar velstandi og þar voru aðstæður líkar því sem eru hér.  Skoðanakannanir hér hafa ítrekað sýnt að meirihluti þjóðarinnar vill skilja þarna á milli.

Mér persónulega hefur alla tíð fundist svolítið skrítið að stjórnmálamenn skulu velja leiðtoga fyrir okkur kristna menn, ég hélt að það væri Guð sem veldi leiðtoga sína til að þjóna okkur. Enda veit ég að það er mikill munur á þjóni Guðs sem hefur komið til starfa vegna köllunar frá Guði eða ráðningar í starfið af pólitíkus. Þeir sem eru ráðnir af pólitíkinni eru eins margir eins og presturinn og levitinn í dæmisögunni sem Kristur sagði okkur um miskunnsama samverjann.

Við getum örugglega þráttað mikið um þetta Jón Valur, en það er alltaf gott að ræða hlutina út frá mismunandi skoðunum.

Jens Sigurjónsson, 24.5.2007 kl. 11:15

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Drjúgt var svarið, Jens, en þó ekki nógu ýtarlegt í því, sem ég spurði um. Hvað mun gerast, þegar eða ef þessi meinti "aðskilnaður" á sér stað, sem þú ert að tala um eða óskar þér? Verður fjárhagur Þjóðkirkjunnar þá algerlega aðskilinn frá ríkisfjármálum, á þann veg, að ekki komi króna framar úr ríkiskassanum til Þjóðkirkjunnar? Eða getur verið, að þú ætlist til þess, að ríkissjóður fari þá að veita fé til allra "lífsskoðanahópa" í sama mæli og til Þjóðkirkjunnar eða presta hennar, einungis í hlutfallslegum mæli samkvæmt meðlimafjölda hvers trúar- eða lífsskoðanafélags? Bið um svar við þessu - með kveðju,

Jón Valur Jensson, 24.5.2007 kl. 18:30

4 Smámynd: Jens Sigurjónsson

Sæll Jón Valur.

Svona skilnaður tekur auðvitað tíma það er nokkuð ljóst. Gera þarf miklar breytingar á löggjöfinni. Löggjöf um fjármál trúfélaga, svo sem innheimtu ríkissjóðs á gjöldum til trúfélaga á sama hátt og tíðkast í Svíðþjóð og Þýskalandi til dæmis. Já Jón auðvitað koma öll frúfélögin til með að njóta sömu kjara annað væri nú ekki hægt. Það yrði auðvitað að breyta ákvæðum um starfsmenn kirkjunnar því þeir yrðu ekki opinberir starfsmenn lengur. Svo eru nokkrir samningar sem yrði að breyta sem ríki og kirkjan hafa gert í gegnum tíðina, til dæmis samningur frá 10. janúar 1997 þar sem kirkjugarðarnir runnu til ríkisins. Mér finnst að kirkjugarðarnir ættu að vera færast yfir á sveitafélögin. Svo náttúrulega yrði að leysa ágreining um prestsetrin. Jón þetta yrði ekki gert á einni nóttu, en á einu kjörtímabili væri það hægt.

Með kveðju.

Jens Sigurjónsson, 25.5.2007 kl. 16:56

5 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Takk fyrir að vekja umræðu á þessu Jens, þú átt allan minn stuðning í þessu. Endilega samþykktu mig sem bloggvin þinn. Guð blessi þig bróðir !

Guðsteinn Haukur Barkarson, 25.5.2007 kl. 21:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband