17.5.2007 | 19:49
Jónína og Nonni, bæ bæ
Jæja þá er framsókn dottið út.
Þá er framsókn ekki lengur með ráðarhag okkar landsmanna í höndum sínum.
En svona hefði þetta ekki þurft að fara.
Ef Jónína Bjartmarz hefði haft manndóm í sér og sagt af sér og dregið framboð sitt til baka
eftir málið umdeilda um ríkisborgararétt kærustu sonar hennar.
Þetta var mjög slæmt mál fyrir Jónínu og framsóknarflokkinn í heild, allt svona er slæmt
rétt fyrir kosningar.
Jón Sigurðsson gerði slæman leik að henda stjórnarformanni Landsvirkjunar úr stólnum.
Ég veit að þessi dæmi fóru ekki vel í marga framsóknarmenn, og jú kjósendur sögðu sitt álit.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.