Í málaferlum því hann lifir.

 

 

kista01

Ég sá snildar frétt í dag, þar segir frá sextíu og tveggja ára Breta að nafni John Brandrick.

Hann hafði karl kvölin greinst með krabbamein í briskirtli sem er auðvitað ekki gott.

Og læknarnir sögðu honum að hann ætti aðeins sex mánuði eftir í þessari jarðvist.

Honum brá nokkuð að sjálfsögðu, en hann ákvað að lifa lífinu út í ystu æsar það sem væri

eftir að  því. Svo hann sagði upp vinnunni, og tók út allt spariféð sitt og byrjaði fjörið.

En þegar peningarnir voru í þann veginn að klárast hefur læknirinn hans samband við hann

og segir honum að hann geti allt eins orðið 100 ára því æxlið hafi verið góðkynja.

 Aumingja karlinn er núna kominn í mál við Breska heilbrigðiseftirlitið til að fá peningana

sína aftur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Högni Hilmisson

Sæll Herra Jens Sigurjónsson. Hversu rétthár er sá sem eyðir fé sínu á met-tíma og skiptir svo um skoðun. Hættir við að eyða öllu sínu fé , þegar hann er þegar búinn að því. Gæti ég þá eins, keyrt á stórum Catilac, þangað til bensínið er búið. farið þá að gráta, og heimtað allt bensínið til baka. Ég sé það ekki fyrir mér. ?   En þú ert velkominn í blog-grúpuna mína. og gangi þér allt í haginn.

Högni Hilmisson, 8.5.2007 kl. 01:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband