4.5.2007 | 00:44
Vaðlaheiðargöng.
Vaðlaheiðargöng.
Jæja þá er búið að blása af framkvæmdum við Vaðlaheiðargöng í bili.
Hefur allur undirbúningur verið stöðvaður.
Verkið átti að hefjast á þessu ári og ljúka í lok árs 2010 samkvæmt áætlun.
Stjórnarmenn Greiðrar leiðar segja verkefnið ekki njóta nægilegs stuðnings
stjórnvalda. Á nýliðnu þingi var samþykkt að 300 miljónir króna færu til
Gangnanna næstu þrjú árin.
Það er bara engan vegin nóg fjármagn til að fara af stað í þetta verkefni.
Reiknað er með að göngin sem eiga að verða rúmir 7 kílómetrar að lengd
kosti um 6 miljarða og átti að innheimta 5 miljarða í veggjaldi á 25 árum,
svipað og gert er í Hvalfjarðargöngum.
Greið leið er einkahlutafélag mest í eigu sveitafélaga á svæðinu og KEA.
Félagið hefur unnið mikið starf í undirbúningi fyrir framkvæmdirnar, og hefur
eitt 65 miljónum í verkið það sem af er. Stjórnarmenn félagsins segja að
ekki vanti mikið uppá peningahliðina svo hægt væri að byrja, en það
fjármagn sem þingið hefur lofað dugar ekki. Þannig að Greið leið sér ekki
ástæðu að hefjast handa við svo búið ástand.
Þessi göng munu ef þau verða gerð, hafa gríðarleg áhrif til góðs í þessum
landshluta.
Jæja það er ekki búið að kjósa og stóru orðin hjá stjórnarflokkunum eru
strax farin að dofna.
Það er ekki nóg að tala digurbarkarlega og lofa öllu fögru.
Nei það á að standa við orðin og láta verkin svo tala.
Vonandi hrökkva menn núna í gírinn og redda nokkrum aurum svo hægt
verði að halda áfram með verkið.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.