3.5.2007 | 09:32
Íslenskt ríkisfang.
Ekki orðið vandamál að fá Íslenskan ríkisborgararétt í dag.
Það er alveg með ólíkindum þetta mál með stúlkuna frá Gvatemala sem fékk Íslenskt ríkisfang.
Kerfið virðist hafa sett Íslandsmet í afgreiðslu umsóknar stúlkunnar svo mikið lá á.
Þetta tók aðeins tíu daga að afgreiða málið. Mál sem er eðlilegt að afgreiða á fimm til tólf
mánuðum, eins og segir á heimasíðu dómsmálaráðuneytisins.
Ferlið.
Skoðum aðeins ferlið á umsókninni sem fékk þessa snöggu afgreiðslu.
Stúlkan lagði inn umsóknina þann 6. mars.
Þá sendir dómsmálaráðuneytið umsóknina til útlendingastofnunnar og lögreglustjóra
á höfuðborgarsvæðinu til skoðunnar, sem svo senda aftur umsóknina til ráðuneytisins,
sem þá sendir umsóknina til alsherjarnefndar sem eftir blessun sína sendir hana til
Alþingis og þangað er umsóknin komin þann 14. mars og þann 16. mars er Alþingi
búið að afgreiða málið.
Já kerfið er farið að virka heldur betur. Bara að það virkaði svona vel á öllum stöðum.
Undirnefnd alsherjarnefndar.
Ekki virka þeir trúverðugir fulltrúar undirnefndar alsherjarnefndar.
Þeir kannast ekkert við tengsl stúlkunnar við Jónínu Bjartmarz.
Bíddu við eiga þeir ekki að kynna sér aðstæður umsækjenda hér á landi ?
Það eiga þeir jú að gera, og stúlkan er með lögheimili hjá Jónínu.
Guðjón Ólafur sagðist jú sennilega hafa séð stúlkuna með Jónínu.
Og Jónína segir sjálf að hún hafi leiðbeint stúlkunni í gegnum þetta sem er bara gott.
En vá vá engin kannast við tengslin.
Engin ástæða til flýtimeðferðar.
Nú segir í þessu blaði sem kastljós sýndi þjóðinni.
"Að stúlkan sé að fara til náms í Bretlandi og vera þar í næstu þrjú árin.
En koma heim til Íslands á sumrin til þess að vinna.
En það verði mikil fyrirhöfn fyrir hana að sækja um dvalarleyfi hér á landi eftir hverja önn."
Bíddu við.
Ríkisborgari frá Gvatemala þurfa ekki ferðamannaáritun hér,
Þeir eru innan þeirra landa sem hafa undanþágu á því að þurfa ferðamannáritun hér.
Hvað er þá málið með ástæðuna að hún sé með skert ferðafrelsi hingað ?
Lögfræðingur alþjóðahússins Margrét Steinarsdóttir segir samkvæmt fréttastofu útvarps.
Ekki þekkja dæmi þess að það taki bara nokkra daga að afgreiða umsóknir um
Íslenskt ríkisfang.
Ég vil samt bjóða þessa stúlku velkomna hingað til Íslands.
En því ver og miður angar allt málið af fyrirgreiðslu og spillingar pólutík.
Eru menn búnir að gleyma því þegar börn innflytjenda á Ísafirði var úthýst úr skóla ?
Hvar var þá Framsóknar fyrirgreiðslan þá ?
Nei það er ekki sama Jón(ína) og séra Jón(ína).
Athugasemdir
Ég er búinn að skoða gögn allsherjarnefndar og sú skoðun staðfestir fyrri yfirlýsingar í þessu máli.
Sigurjón Þórðarson, 3.5.2007 kl. 18:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.