Færsluflokkur: Bloggar

Land ræningjanna.

thumbnail_260x173Þetta verður bara betra og betra.
 
Það er ekki hægt að segja annað en að Karl Wernersson hafi mjólkað kúnna vel og duglega.
Þessir glæpamenn eiga engan sinn líkan, sem aðaleigandi Sjóvár lét hann fyrirtækið greiða 170% hærri arðgreiðslur fyrir árið 2007 en sem námu hagnaði af rekstrinum.
 
Var þetta viðskiptasnilld ?
Eða var þetta stórglæpur ?
Svari nú hver fyrir sig.
 
Bankastjóri þeirra Wernersbræðra viðskiptafrömuðurinn og þingmaðurinn Tryggvi Þór Herbertsson dansaði örugglega með þeim bræðrum í þessum gjörningi.
Forstjórinn Þór Sigfússon fékk örugglega góða þóknun fyrir að vera þægur og dansa með.
 
Mikið svakalega eru Kalli og félagar heppnir að búa á Íslandi.
Á Íslandi fá þeir bara áminningu.
En í siðmenntuðu landi yrðu þeir örugglega dæmdir í 50 ára fangelsi og eignir gerðar upptækar.
 
Og eitt annað sem er alveg stórkostlegt.
Það er að Kúludrottningin Þorgerður Katrín og Tryggvi Þór valsa um sali Alþingis sem þingmenn.
 
 

mbl.is Arðgreiðslur Sjóvár árið 2007 meiri en hagnaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vilja afsala sér sjálfstæðinu.

Jæja þá eru vitringarnir búnir að skrifa undir.
Mér finnst að ESB sinnar ættu að lesa þetta
ljóð eftir Jónas Hallgrímsson sem heitir Ísland
Yfir minnst tvisvar og mjög hægt.
 
thingvellir02
 
Ísland, farsældafrón
og hagsælda, hrímhvíta móðir!
Hvar er þín fornaldarfrægð,
frelsið og manndáðin bezt?

 

Allt er í heiminum hverfult,
og stund þíns fegursta frama
lýsir sem leiftur um nótt
langt fram á horfinni öld.

 

Landið var fagurt og frítt
og fannhvítir jöklanna tindar,
himinninn heiður og blár,
hafið var skínandi bjart.

 

Þá komu feðurnir frægu
og frjálsræðishetjurnar góðu
austan um hyldýpishaf,
hingað í sælunnar reit.

 

Reistu sér byggðir og bú
í blómguðu dalanna skauti,
ukust að íþrótt og frægð,
undu svo glaðir við sitt.

 

Hátt á eldhrauni upp,
þar sem ennþá Öxará rennur
ofan í Almannagjá,
alþingið feðranna stóð.

 

Þar stóð hann Þorgeir á þingi,
er við trúnni var tekið af lýði.
Þar komu Gissur og Geir,
Gunnar og Héðinn og Njáll.

 

Þá riðu hetjur um héruð,
og skrautbúin skip fyrir landi
flutu með fríðasta lið,
færandi varninginn heim.

 

Það er svo bágt að standa í stað,
og mönnunum munar
annaðhvort aftur á bak
ellegar nokkuð á leið.

 

Hvað er þá orðið okkar starf
í sex hundruð sumur?
Höfum við gengið til góðs
götuna fram eftir veg?

 

Landið er fagurt og frítt
og fannhvítir jöklanna tindar,
himinninn heiður og blár,
hafið er skínandi bjart.

 

En á eldhrauni upp,
þar sem ennþá Öxará rennur
ofan í Almannagjá,
alþing er horfið á braut.

 

Nú er hún Snorrabúð stekkur,
og lyngið á Lögbergi helga
blánar af berjum hvert ár,
börnum og hröfnum að leik.

 

Ó, þér unglinga fjöld
og Íslands fullorðnu synir!
Svona er feðranna frægð
fallin í gleymsku og dá!

Guð blessi Ísland.
 

mbl.is Skrifar undir með fyrirvara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sleifar vinnubrögð.

althingishus Óvönduð vinnubrögð.
 
Ég skil ekki hvernig þessari blessaðri ríkistjórn datt í hug að leggja umræðu um ESB aðild fram án þess að upplýsingar um kostnað aðildarviðræðna lægi fyrir.
 
Enn og aftur eru menn ekki að vinna vinnuna sína á þinginu, það virðist ekki þekkjast á hinu há Alþingi það sem menn kalla fagleg vinnubrögð.
 
Svo eru menn argir út í Guðfríði Lilju og segja hana bara vera að tefja fyrir. Sannleikurinn er sá að Guðfríður Lilja er að vinna vinnuna sína á meðan aðrir þingmenn sofa.
 
 

mbl.is Fundi utanríkismálanefndar um ESB-mál frestað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Glæponar.

bjorgolfsfedgar-eimskip Rausnarlegir feðgar.
 
Björgólfs feðgarnir hafa gert Nýjakaþingi tilboð um að greiða fjörutíu til fimmtíu prósent af tæplega sex miljarða skuld þeirra við bankann.
 
Þessir glæponar hafa þegar veðsett þjóðina í botn.
 
Fordæmi
 Ef bankinn samþykkir þetta nýja betli tilboð þeirra feðga þá er komið fordæmi fyrir niður fellingu lána. Þá eiga allir rétt á að fá lánin sín felld niður í það minnsta um helming.
 
Annars er bankinn kominn með gott fordæmi. Jú hefur hann ekki afskrifað 50 miljarða lán hjá stjórnendum bankans ?
 

mbl.is Bankastjóra Kaupþings hótað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðhátíð.

Canada_Day_clip_art
 
Þjóðhátíðar dagur Canada er í dag 1 Júlí.
 

VG=Vinar greiði ?

%7B55441239-ef2c-4f3a-afb0-73ca78c52e2f%7D_k-k-g-2007Á næstu dögum mun Katrín Jakobsdóttir Menntamálaráðherra skipa í stöðu Þjóðleikhússtjóra. Margt gott og hæfileikaríkt fólk hefur sótt um stöðuna svo að úr vöndu er að ráða.

Flokksystir Katrínar og fyrrverandi Umhverfisráðherra Kolbrún Halldórsdóttir hefur sótt um stöðuna. Sumir vilja meina að hún sé nokkuð örugg með að hljóta hnossið. 

Stendur Skammstöfunin VG kannski fyrir VINAR GREIÐI

 


Fröken siðblinda.

Mynd_af_TKG_i_lit_20686-2-106Ótrúlegt en satt.
 
Þetta er bara orðið fyndið. Þorgerður er sallaróleg og sér ekkert athugavert við að hún hafi tekið tæpan miljarð að láni og láti síðan þjóðina borga brúsann. 
 
Hvað er eiginlega að ? Hvernig í ósköpunum  getur Sjálfstæðisflokkurinn haft hana sem varaformann ? Getur hún verið á þingi ? Þarf hún ekkert að gera grein fyrir sínum málum ? Hún var nú alltaf að jarma "allt upp á borðið" en hún átti greinilega ekki við að hún yrði að greina frá sínum gjörningum.
 
Auðvitað á að ganga á eignir þeirra hjóna strax.
 
Það á ekki að líðast að þetta pakk komist upp með þessa fjárglæpi eins og ekkert sé sjálfsagðara á meðan sauðsvarti almúginn berst í bökkum og fær enga fyrirgreiðslu í bönkum.
 
 

við Svalbarða.

Ég setti inn nokkrar myndir inn í albúmið merkt Svalbarð.

En við vorum að veiða rækju við Svalbarða í síðasta túr, vorum við inn í fjörðum eða nánast í upp í fjörum og alltaf vorum við með þrjú troll úti. 

Bilið á milli hlerana er um 210 m og stundum voru bara 250 metrar í land þannig að ekki var hlerinn langt frá fjörunni. En það er mjög aðdjúpt víða þarna.

picture_733_870456.jpg


Friðurinn úti.

Remoy VikingJæja þá er friðurinn úti að þessu sinni og kominn tími til að koma sér á hafið að nýju.

En það er dá góður spotti sem tekur að koma sér í vinnuna. Ég þarf að taka 5 flug.

Þetta er leiðin. St.Johns - Halifax - London - Reykjavík - Oslo - Tromsö þar sem skipið kemur til löndunar.

 


Jóna Hrönn telur sig syndlausa.

enginn engillÁ hræsnin sér engin takmörk ?

Jóna Hrönn Bolladóttir kom fram í sjónvarpsfréttum í kvöld og réðst harkalega á séra Gunnar Björnsson. Mér blöskraði hvernig hvernig Jóna Hrönn hagaði sér. Og maður velti fyrir sér á hræsnin sér engin takmörk ?

Er Jóna Hrönn syndlaus eða siðlaus ?

Séra Gunnar er kannski enginn engill. En Hæstiréttur sýknaði séra Gunnar af ákærum um kynferðislega áreitni gagnvart unglings stúlkum, og þar með er maðurinn saklaus. En Jóna Hrönn og nokkrir kirkjunnar menn telja Gunnar sekan og vilja að biskup komi í veg fyrir að séra Gunnar taki við starfi sóknarprest á Selfossi á nýjan leik. Það er alveg ótrúlegt að vera vitni af þessum ofsa fengnum árásum Jónu á starfsfélaga sinn. Þetta er framkoma sem ég átti ekki von á frá þjóni Guðs sem ég hélt að séra Jóna Hrönn væri. Jóna Hrönn virðist telja sig syndlausa með öllu, já hún er eina manneskjan sem getur kastað fyrsta steininum.

Jóna Hrönn Bolladóttir skammastu þín.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband