Færsluflokkur: Bloggar

Gleðilega hátíð.

seemann.

Gleðilega hátíð.

Sjómannadagur er hátíðardagur sjómanna, hann er dagur fagnaðar og gleði, en einnig er hann minningardagur þeirra sem farist hafa á sjó og ættingja þeirra sem eiga um sárt að binda.

 Sjóferðabæn.

Christ20Walking20On20The20Sea

Í nafni Guðs, föður, sonar og heilags anda. Almáttugi Guð, ég þakka þér að þú hefur gefið mér líf og heilsu svo ég get unnið störf mín í sveita míns andlits. Drottinn minn og Guð minn. Þegar ég nú ræ til fiskveiða og finn vanmátt minn og veikleika bátsins gegn huldum kröftum lofts og lagar, þá lyfti ég upp til þín augum trúar og vonar og bið þig í Jesú nafni að leiða oss á djúpið, blessa oss að vorum veiðum og vernda oss, að vér aftur farsællega heim til vor náum með þá björg sem þér þóknast að gefa oss. Blessa þú ástvini vora, og leyf oss að fagna aftur samfundum svo vér fyrir heilags anda náð samhuga flytjum þér lof og þakkargjörð. Ó, Drottinn. Gef oss öllum góðar stundir, skipi og mönnum í Jesú nafni. Amen.

Rembrandt_Rembrandt_Christ_In_The_Storm_On_The_Sea_Of_Galilee

Trúin hefur verið sterk í íslenskum sjómönnum í gegnum aldirnar.

Biblían geymir nokkrar góðar sjóferðarsögur, til dæmis sagan af Jónasi spámanni og raunum hans, og sagan af lærisveinum Jesú þegar þeir efuðust um borð í bátnum og frelsarinn hastaði á vindinn og lægði sjóinn, um það má lesa í matt. 8. 23-27 svo er í postulasögunni sagt frá því þegar Páll postuli lenti í miklum sjávarháska. Eins er kirkjunni oft líkt við skip.

Islenski_faninn

 


Boð og bönn.

smoking-cigarette-and-beer-in-pint-glass-AJHD

Nú eru þessir vinir ekki lengur saman á börum.

Jæja þá er búið að loka á reykingarfólk á veitingarhúsum landsins. nú geta þeir reyklausu tekið gleði sína því þeim líkaði ekki reykurinn. Er ekki hægt að banna drykkju á börunum því ölvað fólk er leiðinlegt og getur verið hættulegt til dæmis þegar það sest undir stýri og margt annað sem gert er í ölæði. Á ekki líka að banna feitt kjöt á veitingarstöðum það er jú óhollt segja margir. Svona má lengi telja. Á endanum verða veitingarhús og barir bannaðir því þar kemur fólk saman og það getur verið hættulegt.

 


mbl.is Hvað mega veitingamenn gera fyrir reykingamenn?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sagan endalausa.

MBL0142822

Í flotkvínni í Hafnarfirði.

Þetta er að verða hin mesta sorgarsaga sagan um ferjuna sem átti að sigla milli lands og Grímseyjar. En svona fer þegar menn sem virðast ekkert vit hafa á skipum eru sendir til að versla eitt stykki ferju. Nú vonast aðstoðarvegamálastjóri að ferjan verði komin í gagnið í Ágúst ég held að það sé bjartsýni. Og hann segir að kostnaðurinn sé kominn fram úr áætlun vegna ófyrirséðum viðhaldskostnaði og útgjalda vegna endurbóta. Þetta segir manni að menn hafa ekkert vitað hvað þeir voru að gera þegar ákveðið var að kaupa þetta skip. En vonandi verður vandað til verka næst, og menn með þekkingu á hlutunum verði fengnir til verksins.


mbl.is Verklokum Grímseyjarferjunnar seinkað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kaupæði Íslendinga í Færeyjum.

 

Nú á að gleypa Færeyjar.

Íslensk fyrirtæki hafa verið að koma sér þægilega fyrir hjá frændum okkar Færeyingum. Í dag gekk Skeljungur frá kaupum á p/f Föroya Shell í dag. Og Eimskip reynir að versla Smiril Line en Færeyingarnir eru ekki á þeim buxunum að selja þeim. En Eimskip á þegar skipafélag í Færeyjum

Hér fyrir neðan koma fréttirnar um kaupæði Íslendingana í fjölmiðlum frænda okkar.

bilde?Site=XZ&Date=20060608&Category=FRETTIR01&ArtNo=60608002&Ref=AR&MaxW=260&MaxH=190&NoBorder=1

Skeljungur ætlar sjá um að færeyingar fá bensín á bílana sína.

29. mai 2007, 13:30 Íslendingar keypt Føroya Shell A/S Dansk Shell hevur í dag selt íslendska felagnum Skeljungur øll partabrøvini í P/F Føroya Shell Norðlýsið skrivar á heimasíðu sínari, at Shell í dag almannakunnger, at partabrøvini í P/F Føroya Shell eru seld íslendska felagnum, Skeljungur. Tað er eitt oljufelag, sum hevur virksemi innan bensinstøðir, tænastur, oljuinnflutning og fíggjarligar tænastur. – Skeljungur hevur í nógv ár rikið bensinstøðir í Íslandi undir Shell-búmerkinum, so tað er bæði við gleði og ró í sinni, at vit almannakunngera, at Skeljungur er nýggjur eigari av fyritøkuni í Føroyum, sigur nevndarformaðurin í P/F Føroya Shell, Petra Koselka, sambært nordlysið.fo. Teir endurgeva eisini Gunnar Karl Guðmundsson, stjóra í Skeljungur, fyri at siga soleiðis: – Vit eru greiðir yvir, at vit keypa eitt sunt og gott felag við djúpum rótum í tí føroyska samfelagnum. Vit gleða okkum til saman við starvsfólki og leiðslu at halda fram við tí góða arbeiði og merkisverdu úrslitum, sum starvsfólk og leiðsla hava skapt ár um ár. Skeljungur yvirtekur allar greinar av P/F Føroya Shell. Tað eru 10 Shell-støðir, tvær høvuðsgoymslur, 13 tangabilar og tangaskipið Magn. Tær 10 Shell-støðirnar í Føroyum fara tó framhaldandi at brúka Shell-búmerkið.

bilde?Site=XZ&Date=20070215&Category=VIDSKIPTI06&ArtNo=70215047&Ref=AR&MaxW=260&MaxH=190&NoBorder=1

Eimskip vilja efla hlut sinn í Færeyjum.

29. mai 2007, 16:30 Eimskip royndi at keypa Smyril Line Íslendska felagið Eimskip hevur seinastu tíðina roynt at keypt á meirilutanum av partapeninginum í Smyril Line, men keypsroyndin miseydnaðist Stóra íslendska flutningsfelagið Eimskip, sum fyri nøkrum árum síðan keypti Skipafelag Føroya, hevur í seinastuni fingið fatur í Smyril Line. Tað skrivar dagsins Dimmalætting, sum tó ikki hevur søguna váttaða nakrastaðni frá. Blaðið sigur seg tó vita frá álítandi keldum, at tríggir íslendingar hava verið í Føroyum við tí fyri eyga, at fáa fatur á partapeninginum í Smyril Line. Hetta eydnaðist tó ikki, tí hvørki TF Holding ella Framtaksgrunnurin, sum til samans eiga meira enn helmingin av partapeninginum, vildu selja. Tað merkir við øðrum orðum, at meirilutin av partapeninginum framvegis er á føroyskum hondum.

bilde?Site=XZ&Date=20050901&Category=FRETTIR01&ArtNo=509010355&Ref=AR&MaxW=260&MaxH=190&NoBorder=1

Vonandi siglir Norræna undir Færeysku flaggi áfram.


Eftirlitsstofnun kosningaloforða

liar

Gosi.

Ég hef stundum verið að velta fyrir mér hvort ekki væri nauðsynlegt að

koma á laggirnar einhverskonar eftirlitstofnun kosningaloforða.

Við erum yfirleitt mjög fljót að gleyma hinum og þessum fögru loforðum sem

sem okkur er heitið ef við setjum X á réttan stað á kjörseðlinum.

Ég hef stundum verið að velta því fyrir mér, ef þingmenn fengju sömu álög

og Gosi, frá því að þeir byrjuðu kosninga baráttuna og þar til kjörtímabilið

væri á enda runnið. Mikið rosalega held ég að margir komnir með stórt nef.

liar

Svona lyti Bush út í dag ef álög hefðu verið sett á hann.

 

 


Eru ekki öll tryggingasvik kærð ?

dentist

Eru tannlæknar tryggingasvikarar ?

Manni bregður nokkuð við að heyra það sem forstöðumaður eftirlits

Tryggingastofnunar ríkisins segir um auðgunarbrot í heilbrigðiskerfinu.

Hann segir að dæmi séu um mjög gróf brot.

Tannlæknir á að hafa sent yfir 100 reikninga til TR varðandi meðferð

á nær tannlausum sjúklingi. Og dæmi er um tannlækni þar sem meira en

helmingur þeirra reikninga sem hann sendi inn á margra ára tímabili voru

 tilhæfulausir. Og svo hafa heilbrigðisstarfsmenn reynt að fá greiðslu fyrir

rannsóknir á látnum einstaklingum.

Formaður Tannlæknafélagsins Íslands segist aldrei hafa heyrt um að

tannlæknir hafi verið dæmdur fyrir tryggingasvik.

 

Hvernig er þetta eiginlega kærir TR ekki þegar upp kemst um tryggingasvik ?

Ég hélt að tryggingasvik væri glæpur sem enduðu fyrir dómstólum eins og aðrir

glæpir.

 Misréttið fóðrar hástéttirnar, móðgar miðstéttirnar og brýtur nyður lágstéttirnar.


Árna Johnsen sem Dómsmálaráðherra.

bilde?Site=XZ&Date=20070514&Category=FRETTIR01&ArtNo=70514036&Ref=AR&MaxW=260&MaxH=190&NoBorder=1

Hann yrði flottur sem Dómsmálaráðherra.

Nú þegar Geir H. Haarde og maddama Ingibjörg Sólrún eru síðustu metrunum að koma

saman ríkisstjórn, er eðlilegt að maður velti fyrir sér hverjir komi nú til með að vera ráðherrar.

Ég legg eindregið til að Árni Johnsen verði Dómsmálaráðherra hann hefur orðið mjög víðtæka

reynslu í öllu er varðar málefni dóms og laga.

Nú ef svo illa færi að hann fengi ekki embætti Dómsmálaráðherra, þá væri tilvalið að gera hann

að formanni Allsherjarnefndar.

Til Allsherjarnefndar er m.a. vísað málum er varða dómsmál, dómstóla, ákæruvald, lögreglu,

almenn hegningarlög, meðferð opinberra mála og svo margt fleira í þessari nefnd nýtist reynsla

Árna Johnsen mjög vel.

Því Árni veit hvað þessi málsháttur þýðir.

Dæmdu aldrei aðra fyrr en þú hefur sjálfur staðið í þeirra sporum.

 


Hryðjuverkamenn boða komu sína til landsins.

 

Hryðjuverkamenn boða komu sína til landsins.

bilde?Site=XZ&Date=20070521&Category=FRETTIR01&ArtNo=70521068&Ref=AR&MaxW=260&MaxH=190&NoBorder=1

Paul Watson.

Hin svo kölluðu náttúruverndarsamtök Sea Sheppard hafa boðað komu sína hingað til lands

og ætla sér að koma í veg fyrir hvalveiðar hér við landið. Þessi vinarlegu samtök segjast

gera hvað sem er til að koma í veg fyrir veiðarnar"það verða RAGNARÖK" segja þessir

friðsælu náttúruverndarsinnar sem segjast í hinni setningunni aldrei beita ofbeldi.

Ekki vantar hrokann í höfðingjann í þessum samtökum hinn eina og sanna Paul Watson hann

segist nú ekki óttast landhelgisgæsluna Íslensku því sú Sovéska hafi ekki ráðið við samtökin.

Semsagt öflugur her á leiðinni.

Watson segir að flaggskip samtakanna Farley Mowat verði notað til að sigla á hvalskipin og

þau skip sem reyna að stöðva aðgerðir samtakanna.

Þessi Náttúruverndarsamtök komu hingað fyrir rúmum tuttugu árum síðan og sökktu hvalbátum

í Reykjavíkurhöfn og unnu spellvirki í Hvalstöðinni í Hvalfirði.

Ég vona að þessar hetjur fái sömu mótökur og þeir fengu á sínum tíma hjá frændum okkar

Færeyingum hérna um árið. Enda hefur herra Watson ekki mikið viljað ræða þá bjarmalansför.

Það er mjög skondið að þessi samtök titli sig sem NÁTTÚRUVERNDARSAMTÖK.

Hvað er Al - Kæda þá ?

Er Osama Bin Laden ekki af sama sauðahúsi og Paul Watson ?

Nei ég bara spyr.

Ég vil að þetta pakk fá óblíðar mótökur við komuna hingað í landhelgi Íslands í þessum ófriðar

leiðangri sínum, þetta pakk hefur boðað ofbeldi hér og er að hóta íslendingum Ragnarökum

vonandi sína yfirvöld ákveðni í þessu máli því þetta er graf alvarlegt.

Eða hringja í Færeyingana og láta þá taka í lurginn á þessu pakki þeir bera ekki virðingu fyrir

svona samtökum og kunna að meðhöndla þau.

Nú sýnum við heiminum að hryðjuverkasamtök komast ekki upp með neitt múður hér við land.

Og stoppum Paul Watson.


Flott skilti frá Færeyjum.

Þetta eru flott skilti.

Ég sá þessar myndir á netinu,og mér finnst þetta mjög góðar myndir sem sýnir hvað Færeyskan er fallegt mál og jú líka nokkuð skondið í okkar augum.

thumb42e3246fc6845       thumb42e320d3a5c41       thumb42e320cb2e182 

thumb42e3248582419         thumb42e31c491d01a      thumb42e31c27ddc00     thumb42e3209f21bc9

thumb42e32096c2d30      thumb42e31c20d8d73     thumb42e320b9e794b


Gott starf.

Þetta eru góðar fréttir, það veitir svo sannarlega ekki af svona starfsemi.

Ég vil hrósa Rauða Krossinum, Akureyrarbæ, Vinnumálastofnun og Menntamálaráðuneytinu

fyrir að hafa komið þessu á koppinn, þetta á eftir að hjálpa mörgum það er öruggt.

Öll svona starfsemi borgar sig margfalt til baka út í samfélagið.

Svipuð starfsemi er rekinn af lífeyrissjóðunum og heitir Janus endurhæfing ehf.

Þar er verið að hjálpa fólki sem hefur vegna slysa eða veikinda dottið út af vinnumarkaði

og að koma því til baka inní atvinnulífið.

Það er alltaf gaman þegar gott er gert.


mbl.is Fjölsmiðjan stofnuð á Akureyri fyrir ungt fólk á krossgötum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband