Færsluflokkur: Bloggar

Olíuverð á netinu.

Ég skil ekki að það skuli vera vandamál að skella verðunum á netið, enda það er ekkert mál. Hvað er þá í gangi ? Er það ekki bara feluleikur olíufélagana um það hvar bestu verðin eru ? Jú sennilega. það er ekki gott að viðskiptavinurinn viti hvar ódýrast sé að versla eldsneyti, nei nei það gengur ekki.  Vinirnir þrír, þar að segja stóru olíufélögin þrjú halda sínum mikla vinskap áfram um ókomin ár.

c_documents_and_settings_thorirb_ejs_my_documents_my_pictures_hell_shell_181231[1]

Er búið að breyta merkinu ?  það er eins með olíuverðið það er ekki verið að láta mann vita.


mbl.is Vilja fá upplýsingar um olíuverð á netinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Do you speak english ?

http://www.youtube.com/watch?v=lPCnm1iD6bs&NR=1 Þetta er nokkuð gott.Grin

 


Biðja dýrin ?

Maðurinn biður bæna til síns herra.En ætli blessuð dýrin biðji bæna til síns herra ?

Ég sá þessa grein í gömlu blaði, en bætti inn myndum.

Almanak Þjóðvinafélagsins 1911 - Tryggvi Gunnarsson

 hestarb

Mynd eftir Raymond Rafn Cartwright

BÆN HESTANNA Gefðu mér fóður svo ég sé ekki svangur, og vatn þegar ég er þyrstur. Mundu eftir því, að nú eru víða á þjóðvegum komnar brýr yfir ár og læki, svo að nú get ég ekki fengið að drekka á ferðalagi eins oft og áður. Ljáðu mér hús og sæmilega hirðingu, svo að ég þurfi ekki að standa úti í vetrarfrostum og jarðleysum. Berðu mig ekki. Þegar ég er að bera þig eða þína muni þá skil ég ekki, hvers vegna þú ert að berja mig. Mér finnst ég vilja þóknast þér í öllu, sem ég get. Sjáðu um það, að ekki sé kippt illmannlega í taumana eða látin upp í mig frosin beislismélin á vetrardag, þegar ég er beislaður.- Láttu mig ekki ganga berfættan á grýttum vegi eða svellalögum á vetrardegi. Legg þú ekki þyngri byrðar á mig en ég get borið. Hnýttu hvorki hestum né nautum í tagl mitt, slíkt hefur oft kvalið mig og þreytt. Þrýstu mér ekki til að hlaupa hraðara en ég get, og umfram allt, lánaðu mig ekki ungum reiðgöpum eða fyllirútum. Lofaðu mér að hvíla mig þegar ég er mjög þreyttur, eða er bólginn eða með sár undan reiðverum. Allt, sem ég get unnið skal ég vinna fyrir þig með glöðu geði, einkum ef þú sýnir dálitla viðkvæmni og blíðu. Og þó þú berjir mig og sýnir mér illhryssingshátt, þá skal ég samt vinna fyrir þig með góðu, ef þú ekki á endanum selur mig, þegar ég er orðinn gamall og heilsulítill til ókunnra manna í ókunna átthaga. Styttu miklu heldur líf mitt þannig, að ég sem minnst viti af því, þegar þér virðist að ég geti ekki unnið fyrir uppeldi mínu. Þú veist, að ég get ekki talað svo þú skiljir mig, en láttu mig ekki gjalda þess.

 FWDanielleDogLicense

BÆN HUNDANNA Lofaðu mér að fylgja þér, hvert sem þú fer, þó þú stundum skammir mig og berjir, þá hefi ég nú fengið svo mikla tryggð til þín, að ég hefi enga ró þegar ég sé þig ekki, þú ert sá eini í heiminum, sem mér þykir vænt um. Lokaðu mig því ekki inni þegar þú fer eitthvað, og skildu mig ekki eftir á ferðalagi. Gerðu mér aðvart þegar þú fer af stað. Það er óbærilegt, þegar ég leita að þér á ókunnum stað og finn ekki. Reiddu mig yfir ár og eggjagrjót, svo að ég geti fylgt þér á langri leið. Ég vil vinna til að vera svangur og magur, ef ég fæ aðeins að vera hjá þér og njóta blíðu og nákvæmni þinnar. Skammir og högg særa mig einkum þegar mér finnst ég vera saklaus, eða skil ekki fyrir hvað ég á að líða þetta. Ég skal reyna að vinna ekki til þess. Þó ég geti ekki talað, þá getur þú séð í augum mínum hugsanir mínar.

Verum góð við dýrin.


Magnað sauðfjárkyn í Færeyjum.

 

 

foroyar

Færeyingar eru mjög stoltir af sínu sauðfjárkyni og hampa því víða. það er til að mynda á allskonar merkjum og skjöldum.

46922881369602868848985428635861541

Nokkur fyrirtæki nota sauðkindina á sín firmamerki, hrúturinn á bjórflöskum frá Föreyja bjór er sennilega þekktastur.

FO16

Nú sauðkindin er á tíu króna seðlinum hjá þeim.

 11small 

Það er bratt í hinum fögru eyjum, svo það hlýtur að vera erfitt fyrir kindurnar að fóta sig.

 

 

fox

Þetta er algeng sjón, að sjá kindurnar á beit í hlíðunum.

 

En í Færeyjum eru tvö sauðfjárkyn.  Annað er með lengri vinstri lappir og snýr þá alltaf hægri hliðinni upp í hlíðina, hitt kynið er með lengri hægri lappir og snýr þá vinstri hliðinni upp í hlíðina.  Þannig gengur annað kynið alltaf réttsælis um eyjuna sem það er á beit í, en hitt kynið alltaf rangsælis. Þetta er auðvitað margra alda aðlögun hjá færeyska sauðfjárkyninu. En Færeyingar verða alltaf að passa það að þessi kyn blandist ekki því þá gæti komið fé með jafnlangar lappir sem er ekki gott.

 

rolla_100101[1]

Hér er hún blessunin.

 

Takið nú ekki bullið í mér alvarlega.

 

 

Staðan slæm hjá Bretum.

dca0014l

Ekki er mikil reisn hjá Bretum ef þetta er staðreyndin að konurnar velji frekar súkkulaði en kynlíf. Vonandi er staðan hjá okkur íslendingum ekki eins slæm og hjá þeim bresku.


mbl.is Breskar konur kjósa súkkulaði fram yfir kynlíf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver á þorskinn í sjónum ?

cod

Ég rakst á lítið rit upp í hillu hjá mér, það er eftir Jónas Gíslason, vígslubiskup : Var það gefið út árið 1996 og var það tileinkað íbúum Súðavíkur og Flateyrar - sem og þeim, er unnu að björgunarstarfi þar á árinu 1995 eftir snjóflóðin miklu. Í þessu litla riti eru fáein þankabrot sem biskupinn er að velta fyrir sér. þar á meðal hver á þorskinn í sjónum ? Hér kemur smá sýnishorn.

 

Hver á þorskinn í sjónum ?

" Íslendingar deila oft um, hver eigi fiskinn í sjónum og margir vilja helga sér ákveðinn kvóta. Hver hefur gefið okkur þorskinn í sjónum umhverfis Ísland ? Ég hef aldrei séð gjafabréf frá skaparanum stílað á okkur. Hefur þú séð það ? En ég hef séð og lesið í helgri bók, að skaparinn hafi falið okkur - öllu mannkyni - ábyrgð á því að fara vel með auðævi jarðar, sem auðvitað eru ætluð öllum mönnum jafnt - við erum aðeins ráðsmenn hans yfir þeim hlutanum, sem er umhverfis landið okkar - eignarétturinn er hans - ekki okkar.  Og við verðum spurð um ráðsmennsku yfir þorskinum. Hræddur er ég um, að hér sé sekt okkar mikil - græðgi okkar og eigingirni ganga oft úr hófi fram.  Ég játa hlutdeild mína í þeirri sekt. - Fyrirgef mér - Drottinn Guð ! Fyrirgef mér eigingirni mína. Fyrirgef Íslenskri þjóð."

 

 


Smá speki.

lovetop

Garðyrkjumaðurinn gróðursetti tré sáttur við að fá aldrei að sjá það fullvaxið - og það er honum að þakka að við sitjum hér og njótum forsælunnar.

a_spoon_full_of_sky_preview

Tréð er sátt við að vera tré þótt það hafi aldrei notið eigin skugga. Skeiðin er sátt við að vera skeið þótt hún finni ekki bragðið af súpunni.


Sjómannadagurinn haldinn með stæl.

seaman

Íbúar á Patreksfirði sýna sjómannadeginum svo sannarlega virðingu og gera hann veglegan. Þetta er alveg frábær dagskrá á Patró. Svona á þetta auðvitað að vera út um allt land.


mbl.is Vegleg sjómannadagshátíð á Patreksfirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjómannadagurinn á Akureyri.

Akureyri

Nú er sambúðin á milli útgerða og Sjómannafélags Eyjafjarðar orðin ansi slæm. Útgerðafélögin á svæðinu vilja ekki lengur styrkja sjómennina til að halda sjómannadaginn hátíðlegan. Þetta er mjög leiðinlegt mál, Sjómannadagurinn hefur verið haldinn hátíðlegur síðan árið 1939, svo þetta er sorglegt að útgerðin snúi nú baki við sjómönnum sínum á hátíðardegi þeirra. En auðvitað gera sjómenn og fjölskyldur þeirra sér dagamun.

En er ekki kominn tími til að skoða hvað er í gangi milli útgerða og sjómannafélagsins ? Jú það held ég svo sannarlega. Auðvitað á að ríkja trúnaður og vinátta þarna á milli. Ef komin er upp kergja á milli forustu félagsins við útgerðarmenn á að laga það strax. Hefur forusta sjómannafélagsins ekki verið of lengi við borðið ?

 


Heimsmeistar Ítala hiksta í Færeyjum.

200px-Flag_of_the_Faroe_Islands.svg

Það var meira líf í knattspyrnunni í Færeyjum en hér á Fróni í gær. Heimsmeistarar Ítala rétt mörðu sigur á frændum okkar. Ítalir unnu 2 - 1. Íslendingar gerðu jafntefli við Liechtenstein í frekar leiðinlegum leik. Ég veit ekki hvað er að gerast með þetta landslið, menn eru ekki að gefa sig 100% í leikinn það var alveg greinilegt. Við verðum að taka frændur okkar til fyrirmyndar og berjast öðruvísi gerist ekkert hjá okkur. Mér finnst sumir leikmenn okkar vera komnir með áskrift af landsliðssæti og þurfi ekkert að sanna sig. Ef menn eru áhugalausir eiga menn ekkert að vera í liðinu. En vonandi vakna menn núna og gera betur næst.


mbl.is Ítalir unnu nauman sigur í Færeyjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband