30.9.2009 | 16:40
Sigmundur ómerkilegur flautaþyrill.
Siðlaus flautaþyril.
Einhvern veginn tek ég orðið afskaplega lítið mark á þessum manni þegar hann reynir að tjá sig á vetfangi stjórnmálanna. Það er ekki nóg með að þessi flautaþyrill veltist um palla hins há alþingis blind fullur, þegar hann á að vera að sinna vinnunni sinni sem honum var treyst fyrir. Nú hefur hann tekið upp á því að mergsjúga ríkisspenann.
Sigmundur flautaþyrill hefur flutt lögheimilið sitt til systur sinnar á Akureyri.
Sigmundur flautaþyrill býr í Grafarvogi í Reykjavík með fjölskyldu sinni og hann hefur haft lögheimili í Reykjavík í mörg ár. En nú á að mjólka kúnna. Í reglum um þingfarakaup kemur fram að komi þingmaður utan af landi á hann rétt á 90,700 kr á mánuði aukalega í húsnæðis og dvalarkostnað. Og ef þingmaðurinn haldi tvö heimili, eitt á landsbyggðinni og annað í Reykjavík eigi hann rétt á allt að 40% álagi til viðbótar, þannig að aukagreiðslan gæti orðið 126,900 kr á mánuði.
Sigmundur flautaþyrill ætlar sér að borga útsvarið til Akureyrar en þyggja alla þjónustu af Reykjavíkurborg.
Úr lögum nr. 21/1990 um lögheimili.
1. gr. Lögheimili manns er sá staður þar sem hann hefur fasta búsetu.
Maður telst hafa fasta búsetu á þeim stað þar sem hann hefur bækistöð sína, dvelst að jafnaði í tómstundum sínum, hefur heimilismuni sína og svefnstaður hans er þegar hann er ekki fjarverandi um stundarsakir vegna orlofs, vinnuferða, veikinda eða annarra hliðstæðra atvika.
Dvöl í gistihúsi, fangelsi, vinnuhæli, sjúkrahúsi, athvarfi, heimavistarskóla, verbúð, vinnubúðum eða öðru húsnæði, sem jafna má til þessa, er ekki ígildi fastrar búsetu.
4. gr. ...........
Alþingismanni er heimilt að eiga áfram lögheimili í því sveitarfélagi þar sem hann hafði fasta búsetu áður en hann varð þingmaður. Sama gildir um ráðherra.
Það sjá allir sem vilja hverslags siðferðiskennd býr í brjóstinu hjá þessum nýja þingmanni.
![]() |
Stendur og fellur með VG |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll Jenni minn
Sigmundur Ernir hefur heldur betur valdið vonbrigðum. Ég hef enga trú á að hann fari aftur á þing eftir næstu kosningar.
Búið að vera fjör hérna. Ási er búinn að vera hjá okkur í meira en mánuð og er hann að vinna uppi í kirkju. Hann braut upp gólf í vetur og var að skipta um lagnir og þá kom í ljós að það var svo mikið vatn undir plötunni. Búinn að grafa djúpann skurð fyrir ofan kirkjuna, búinn að brjóta skurð þvert í gegnum húsið og leggja rör og steypa plötuna í dag. Þetta er allt að hafast hjá honum en þvílíkt púl.
Skil ekki að facebook skuli virka eftir allar þessar kveðjur sem ég hef fengið
Guð veri með þér
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 30.9.2009 kl. 23:56
Vel athugað allt þetta hjá þér, Jenni, þú kannt að vinna heimavinnuna, áður á málum er tekið. Kærar þakkir.
Jón Valur Jensson, 30.9.2009 kl. 23:59
Sæl Rósa mín.
Já hann er búinn að valda mér miklum vonbrigðum hann Simmi, ég hélt að það væri töggur og gott siðferði þar á ferð, en svo er ekki.
Já hann er duglegur hann Ási og gerir hlutina vel svo mikið er víst, enda á hann nú ekki langt að sækja það, mikið dugnaðar fólk sem kennt er við Ás.
Guð blessi þig og þína Rósa mín.
Bestu kveðjur / Jenni
Jens Sigurjónsson, 1.10.2009 kl. 01:39
Sæll Jón Valur, Þakka þér fyrir það.
Guð blessi þig.
KV / Jenni
Jens Sigurjónsson, 1.10.2009 kl. 01:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.