28.9.2009 | 17:24
ÁTVR á matvörumarkaðinn.
Sala á matvöru í vínbúðum.
Mjög miklar líkur eru taldar á því fljótlega að Vínbúðir ÁTVR taki upp sölu á ýmsum nauðsýnarvörum þar á meðal matvöru.
Stjórn ÁTVR hefur haft mikinn áhuga á þessu til langs tíma og segir að nú sé rétti tíminn til að breyta rekstri Vínbúðanna, en talsverð breyting verður á búðunum við þessar breytingar.
Forstjóri ÁTVR segir að nú sé mikið framboð á hentugu húsnæði á góðum kjörum, jú við þurfum að stækka verslanir okkar til mikilla muna sagði hann. Forstjórinn sagði að engar lagabreytingar þyrftu til, því ekkert er í lögunum sem bannar sölu matvara í vínbúðum. Forstjórinn sagði að það yrði farið á fullum þunga í samkeppni við Bónus og fleiri lágvöruverslanir á matvörumarkaðnum.
Svo kannski heyrum við í auglýsingum á næstunni "kaupið tvö lambalæri og fáið fría rauðvínflösku með".
"Kippa af Tuborg og frír poki af salthnetum með".
Athugasemdir
Ætlar forstjóri ÁTVR að sverja fyrir það að börn yngri en 20 ára geti ekki komið að versla hjá þeim lambalæri og rauðvín? Gæti orðið svolítil hætta á að starfsfólk verði kærulausara með skilríkin þegar verslunin er farin að vera með mikið annað en áfengi.
Mér líst ekki vel á þessa þróun mála....
Adda Guðrún Sigurjónsdóttir, 29.9.2009 kl. 00:01
Adda mín,
Ég er bara að bulla. Þetta er bara smá djók.
Jens Sigurjónsson, 29.9.2009 kl. 00:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.