Djöfsi kátur.

satan1
Allt að fara til fjandans.
 
Lúsífer Kölski, (eða betur þekktur sem Djöfullinn sjálfur,) segist vera tilbúinn fyrir það mikla álag sem mun vera í Helvíti á næstu misserum.
Samkvæmt nýjustu spám er allt að fara til hans þessa dagana.
 
Djöfsi segir að þetta muni verða déskoti mikil uppgrip og að hann reikni með að það verði bara helvíti gaman að fá loksins nóg að gera.
 
 það hefur verið helvíti lítið að gera hjá mér undanfarið sagði Djöfsi, maður hefur verið að stytta sér stundir með því að horfa á gamla Dallas þætti, jú svo hef ég verið aðeins með puttana í gjaldeyrisviðskiptum á milli þess sem ég hef verið að hitta ömmu mína sagði Skrattinn og hló djöfullega, Jú svo má nú ekki gleyma því að útrásarvíkingarnir ykkar hafa verið iðnir við að skemmta mér undanfarin ár. (eins og allir vita hafa útrásarvíkingarnir skemmt Skrattanum duglega undan farin ár.)
Jæja nú er best að fara og kynda kofann hressilega upp sagði Djöfsi og hvarf á braut.
 
 
Ég er enn að bulla.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður

Ég sé að þú hefur verið iðinn við kolann, bloggið þeirra Davíðs og Haraldar.  Mikið rétt, það eru mikil uppgrip hjá Myrkrahöfðingjanum en við verðum að snúa vörn í sókn. Jesús er búinn að sigra með því að láta lífið fyrir syndir okkar, meira að segja syndir Útrásarvíkinga.

Megi almáttugur Guð snúa við högum þjóðar okkar.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 28.9.2009 kl. 02:42

2 Smámynd: Jens Sigurjónsson

Hæ hæ Rósa.

Já Rósa mín það hafa því miður margir skemmt Skrattanum undanfarin ár með þessari ógurlegri Mammon dýrkun.

Guð blessi þig og þína

Kv/Jenni

Jens Sigurjónsson, 28.9.2009 kl. 12:20

3 Smámynd: Adda Guðrún Sigurjónsdóttir

Held einhvern veginn að hvorki Jesús né Djöfullinn hafi neitt með örlög þjóðarinnar að gera....það er nú yfirleitt ekki nóg að setja alla ábyrgðina á Guð, maður verður víst að taka með sér skóflu til að moka yfir eiginn skít sem og skít annarra!

Adda Guðrún Sigurjónsdóttir, 28.9.2009 kl. 23:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband