Já mörgum er skemmt.

Trúleysingi finnur Guð.
 
 
Jafet Pétursson trúleysingi og spákaupmaður, hitti fyrir algera tilviljun í morgun á sinni daglegri morgungöngu, Guð föður almáttugan. ( betur þekktan sem skapara himins og jarðar.)
Jafet sem að vonum var mjög undrandi, sagðist ekki í fyrstu hafa trúað því að þetta væri Guð.(dööö enda trúleysingi.)
En eftir að Guð hafði sýnt honum nokkur töfrabrögð eins og til dæmis skapað lítið fleygt nagdýr.
Þá efaðist Jafet ekki meir. 
Jafet sagði að Guð væri þægilegur og alþýðlegur náungi, já og sem meira er hann er örvhentur, svo ekki einu sinni Guð er fullkominn.
En það sem kom Jafet mest á óvart að Guð var að lesa sunnudags Morgunblaðið og virtist líka vel innihald blaðsins.
Svo það er ekki bara Skrattanum sem er skemmt yfir því að Davíð sé kominn á Moggann.
 
Meira bullið í mér.
 
 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband