10.9.2009 | 19:38
Gullkorn.
Óborganlegir pörupiltar.
Tveir af hinum svo kölluðu útrásarvíkingum létu hafa eftir í vikunni
alveg ódauðleg gullkorn.
Bjarni blanki.
Bjarni Ármannsson sagði í viðtali við DV, þar sem var verið að fjalla
um niðurfellingu á rúmum 800 miljóna láni sem Bjarni tók hjá Glitni.
" Óábyrgð meðferð á fé".
Að hans hálfu að borga skuldirnar sínar.
Nonni litli.
Og svo var Viðskiptablaðið með drottningarviðtal við Jón Ásgeir.
Þar fór höfðinginn á kostum eins og honum einum er lagið.
Hann tjáði okkur landsmönnum að hafa engar áhyggjur af sér
Því að skuldirnar væru ekki í hans nafni sjálfs.
" Ég er auðvitað búinn að tapa mjög miklu af mínum
fjármunum, en ég er ekki umvafinn
persónulegum ábyrgðum.
Fólk þarf ekki að hafa áhyggjur af mér."
Athugasemdir
Þetta eru nú bara dásamlegar tilvitnanir
Rúna Guðfinnsdóttir, 11.9.2009 kl. 02:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.