10.9.2009 | 16:45
Ótrúleigir vitleysingar.
Ótrúlega fyndið.
Ég sá alveg ótrúlega fyndna frétt í Viðskiptablaðinu í dag.
Magnús Þorsteinsson fyrrverandi stjórnarformaður Eimskipafélagsins ( er betur þekktur fyrir að setja öll fyrirtæki á hausinn sem hann kemur nálægt.) Ætlar að stefna Gunnari Erni Jónssyni fréttamanni stöðvar 2 fyrir meiðyrði í frétt um milljarða millifærslur úr Straumi í erlend skattaskjól.
Ha ha ha ha.
Og ekki er allt búið enn, nei og nei Björgólfsfeðgarnir og Karl Wernersson hafa líka kært Gunnar fyrir sömu frétt.
hvað er að þessum vitleysingum ?
En fyrst þessir vitringar ætla í réttarsalinn á annað borð þá væri nú gaman ef þeir upplýstu hinn almenna borgara um hvað varð um alla milljarðanna sem Íbúðarlánasjóður (almenningur) átti hjá Straumi.
Getur verið að þeir séu á Kýpur, Tartóla eða Lúx ?
Við vitum öll að þessir töffarar komu stórfúlgum undan, þeir létu nánast hver og einn tugmiljarða eða meira falla á hlutafélög og Ríkissjóð vegna svindls, veðlausra lána og allskonar sjónhverfinga í bókhaldi.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.