7.9.2009 | 15:16
Michael Moore
Heimildarmynd.
Ég vil endilega að reynt verði að fá Michael Moore til að gera heimildarmynd um hrun Íslenska hagkerfisins.
Og í myndinni yrði farið vel ofan í saumana á þeirri spillingu sem varð þess valdandi að Ísland varð gjaldþrota þjóð. Já það væri gaman að fólk um allan heim fengi að sjá hvernig nokkrir forhertir glæpamenn gengu um og stálu bönkum landsins og öllum vogunarsjóðum með góðri hjálp stjórnmálamanna.Og hvernig einn ráðherrann þáði 1000 miljónir að gjöf frá þessum krimmum en þessi gjöf var nefnd Kúlulán.
Og gaman væri að upplýsa fólk um hvers vegna má ekki ganga á persónulegar eigur þessara fjárglæframanna ? Þegar hinum heiðarlegu almennum skattborgurum er á sama tíma keyrt hver á fætur öðrum í gjaldþrot vegna smá vanskila ?
Michael Moore
Moore var að frumsýna nýja mynd sem hann kallar Capitalism: A love story. Þar fer hann ofan í saumana á starfsemi stóru bankanna og vogunarsjóðanna í USA og spillinguna á milli stjórnmálamanna og starfsmanna Wall Street.
Moore sagði í ræðu sinni við frumsýninguna, " að í mörgum ríkjum Bandaríkjanna væru fjárhættuspil bönnuð með lögum. En starfsemin á Wall Street er eitt allsherjarfjárhættuspil þar sem peningar annarra eru að veði."
úpps kannast einhver við þetta ?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.