9.7.2009 | 14:09
Vilja afsala sér sjálfstæðinu.
Jæja þá eru vitringarnir búnir að skrifa undir.
Mér finnst að ESB sinnar ættu að lesa þetta
ljóð eftir Jónas Hallgrímsson sem heitir Ísland
Yfir minnst tvisvar og mjög hægt.
- Ísland, farsældafrón
- og hagsælda, hrímhvíta móðir!
- Hvar er þín fornaldarfrægð,
- frelsið og manndáðin bezt?
- Allt er í heiminum hverfult,
- og stund þíns fegursta frama
- lýsir sem leiftur um nótt
- langt fram á horfinni öld.
- Landið var fagurt og frítt
- og fannhvítir jöklanna tindar,
- himinninn heiður og blár,
- hafið var skínandi bjart.
- Þá komu feðurnir frægu
- og frjálsræðishetjurnar góðu
- austan um hyldýpishaf,
- hingað í sælunnar reit.
- Reistu sér byggðir og bú
- í blómguðu dalanna skauti,
- ukust að íþrótt og frægð,
- undu svo glaðir við sitt.
- Hátt á eldhrauni upp,
- þar sem ennþá Öxará rennur
- ofan í Almannagjá,
- alþingið feðranna stóð.
- Þar stóð hann Þorgeir á þingi,
- er við trúnni var tekið af lýði.
- Þar komu Gissur og Geir,
- Gunnar og Héðinn og Njáll.
- Þá riðu hetjur um héruð,
- og skrautbúin skip fyrir landi
- flutu með fríðasta lið,
- færandi varninginn heim.
- Það er svo bágt að standa í stað,
- og mönnunum munar
- annaðhvort aftur á bak
- ellegar nokkuð á leið.
- Hvað er þá orðið okkar starf
- í sex hundruð sumur?
- Höfum við gengið til góðs
- götuna fram eftir veg?
- Landið er fagurt og frítt
- og fannhvítir jöklanna tindar,
- himinninn heiður og blár,
- hafið er skínandi bjart.
- En á eldhrauni upp,
- þar sem ennþá Öxará rennur
- ofan í Almannagjá,
- alþing er horfið á braut.
- Nú er hún Snorrabúð stekkur,
- og lyngið á Lögbergi helga
- blánar af berjum hvert ár,
- börnum og hröfnum að leik.
- Ó, þér unglinga fjöld
- og Íslands fullorðnu synir!
- Svona er feðranna frægð
- fallin í gleymsku og dá!
- Guð blessi Ísland.
Skrifar undir með fyrirvara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég hef trú á ESB. Held að við getum ekki gert þetta sjálf. Erum farin á hausinn og þurfum aðstoð stærri þjóða. Trúi á alþjóðamarkaðinn og á það að þjóðir myndi bandalög. Vil líka fá evruna, krónan er dauð. Er bara ánægð með samninga...
Adda Guðrún Sigurjónsdóttir, 9.7.2009 kl. 20:44
Sæll Jenni minn.
Á meðan Grænlendingar hafa barist og barist fyrir auknu sjálfstæði þá ætlum við að gefa sjálfstæðið okkar frá okkur. Ég hefði frekar viljað að norðurþjóðir myndu vinna saman og ég myndi frekar vilja taka upp bandaríska dollarann heldur en Evruna því þá höldum við sjálfstæði okkar í stað þess að láta ESB dýrið gleypa okkur.
Vertu Guði falinn
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 11.7.2009 kl. 20:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.