Sleifar vinnubrögð.

althingishus Óvönduð vinnubrögð.
 
Ég skil ekki hvernig þessari blessaðri ríkistjórn datt í hug að leggja umræðu um ESB aðild fram án þess að upplýsingar um kostnað aðildarviðræðna lægi fyrir.
 
Enn og aftur eru menn ekki að vinna vinnuna sína á þinginu, það virðist ekki þekkjast á hinu há Alþingi það sem menn kalla fagleg vinnubrögð.
 
Svo eru menn argir út í Guðfríði Lilju og segja hana bara vera að tefja fyrir. Sannleikurinn er sá að Guðfríður Lilja er að vinna vinnuna sína á meðan aðrir þingmenn sofa.
 
 

mbl.is Fundi utanríkismálanefndar um ESB-mál frestað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Flott hjá henni

Rósa Aðalsteinsdóttir, 9.7.2009 kl. 01:03

2 Smámynd: Jens Sigurjónsson

Já Rósa þetta var flott hjá henni.

Jens Sigurjónsson, 9.7.2009 kl. 01:07

3 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Hvað hefur GLG verið að hugsa sl 6 vikur að spyrja fyrst nú daginn sem nefndin á að skila af sér um kostnað af fundahöldum. - Hún er búin að hafa 6 vikur til þess. - Þetta er náttúrulega ekkert annað en vísvitandi skemmdarverk á stjórnasamstarfinu og stjórnarsáttmálanum. - Það er von að Sjálfstæðis- og Framsóknarauðvaldið fagni og útgerðin með því GLG er langt komin með að eyðileggja þetta stjórnarsamstarf.

Helgi Jóhann Hauksson, 9.7.2009 kl. 03:03

4 Smámynd: Jens Sigurjónsson

Sæll Helgi.

Hvað hefur GLG verið að hugsa ? 

Hvað hefur allur þingheimur verið að hugsa segi ég nú bara.

Jens Sigurjónsson, 9.7.2009 kl. 03:28

5 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Já, um kostnaðaráætlun fyrir fundahöld starfsmanna sem að mestu eru fyrir á launum há ríkinu. Það væri örugglega í fyrsta skipti ef metin yrði fyrirfram af einhverju viti kostnaður af fundahöldum starfsmanna stjórnsýslunnar sem er fyrir á launum hjá ríkinu þar sem það er villandi hvernig sem tekið væri á honum. - Á að reikna með launakostnað og aðstöðukostnað sem ríkið greiðir hvort sem er? - er það rétt? og ef honum er sleppt er það þá rétt mynd af kostnaðinum?

Menn hefðu ekki átt marga fundi með t.d. Hollendingum og Bretum og IMF og ESB og Norðurlandaþjóðunum og seðlabönkunum ef þyrfti að liggja fyrir sérstök fjárhagsáætlun fyrir fundahöld stjórnsýslunnar og ráðuneyta, enda kostnaðurinn að stórum hluta í mannafla, útbúnaði og aðstöðu sem ríkið er að kosta fyrir.

Ef GLG vildi í alvöru fá þessar upplýsingar fyrir afgreiðslu málsins átti hún að lista allar slíkar upplýsingar sem hún óskað eftir strax fyrir mörgum vikum. GLG er veigmikill hluti þessarar nefndar og það eru nefndarmenn sem ákveða hverra upplýsinga er óskað, þeir verða vita hvers þeir óska og spyrja um það tímanlega. 

UM þetta þá er það einfaldlega stjórnsýslan og ráðherrar sem fyrir eru á launum sem sinnir því að lang mestu leiti. - Allt mat á þeim kostnaði er í besta falli villandi skot útí loftið.

Helgi Jóhann Hauksson, 9.7.2009 kl. 04:51

6 Smámynd: Jens Sigurjónsson

Bara kostnaðurinn í kringum aðildarviðræðurnar getur hlaupið á nokkrum miljörðum.

Höfum við efni á því ?

Vita ekki allir þeir sem vilja vita að við uppfyllum ekki skilyrði til að taka upp evru á næstunni ?

Höfum við ekki margt annað við peningana að gera en að gambla með þá ?

Jens Sigurjónsson, 9.7.2009 kl. 06:09

7 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sælir.

Í rauninni erum við á barmi gjaldþrots eins og er og við höfum ekki efn á að kaupa okkur aðgang að ESB með því að borga Icesave reikninga Útrásarvíkinga.

Frábært veður á Vopnafirði í dag, ekta Kanadískt veður.

Guð veri með þér Jenni minn.

Takk fyrir skilaboðin, við vinnum fyrir Krist með bænum okkar.

Við sigrum.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 9.7.2009 kl. 10:19

8 identicon

Sæll Jenni.

Sinnarnir skjóta á skitnar 600 millur, af kvort sem er handónítum krónum,sem fari í að fylla út nýlendupappírana.

Julius kristjansson (IP-tala skráð) 9.7.2009 kl. 23:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband