8.7.2009 | 22:20
Glæponar.
Rausnarlegir feðgar.
Björgólfs feðgarnir hafa gert Nýjakaþingi tilboð um að greiða fjörutíu til fimmtíu prósent af tæplega sex miljarða skuld þeirra við bankann.
Þessir glæponar hafa þegar veðsett þjóðina í botn.
Fordæmi
Ef bankinn samþykkir þetta nýja betli tilboð þeirra feðga þá er komið fordæmi fyrir niður fellingu lána. Þá eiga allir rétt á að fá lánin sín felld niður í það minnsta um helming.
Annars er bankinn kominn með gott fordæmi. Jú hefur hann ekki afskrifað 50 miljarða lán hjá stjórnendum bankans ?
Bankastjóra Kaupþings hótað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég er að hugsa um að gera Íbúðalánasjóði það tilboð að greiða bara helminginn af láninu sem ég tók á íbúðina á sínum tíma. Líka með bílinn. Heldurðu að það gangi ekki Jenni minn? Ég hlýt að fá helminginn felldan niður eins og Björgúlfsfeðgar, það er ég viss um!
Adda Guðrún Sigurjónsdóttir, 8.7.2009 kl. 23:26
Hæ Adda.
Jú það virðist vera tíska að afskrifa lánin hjá þessum landráðamönnum.
Eigum við ekki að vona að við sitjum við sama borð og þessir gangsterar.
Þorgerður Katrín fyrrum ráðherra losnaði við miljarð.
Jens Sigurjónsson, 9.7.2009 kl. 00:08
Sæll Jenni minn
Þeir kunna ekki að skammast sín þessir feðgar. Ég trúi því ekki að þetta verði samþykkt en ef svo verður vona ég að þjóðin láti í sér heyra svo um munar. Það verður að veita þessu stjórnarliði aðhald.
Og þá er komið fordæmi fyrir alla að fá niðurfellingu skulda allt að 50-60%. Kæmi mér ekki á óvart um að Séra Jón fái niðurfellingu á meðan almúginn á að greiða og greiða allt í botn.
Jenni minn, þetta er helsjúkt allt þetta yfirstéttarpakk og búið að vera lengi.
Hittum pabba þinn inná Heilsugæslustöð í dag. Hann var hress og til í að spjalla. Tóti kom svo hér í kvöld með fullan bíl af mold svo ég hef nóg að gera á morgunn.
Guð veri með þér og þínum
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 9.7.2009 kl. 00:50
Hæ Rósa mín.
Já þetta er ansi sjúkt ástand á okkar fagra landi.
Stendur þú í stórræðum í garðinum ?
Guð blessi þig og þína.
Kærleikskveðjur / Jenni
Jens Sigurjónsson, 9.7.2009 kl. 01:03
Sæll aftur Jenni minn.
Ætla að setja mold í kringum trén til að hylja ræturnar. Mun taka þetta í áföngum svo ég geri ekki útaf við mig.
Guð veri með þér
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 9.7.2009 kl. 01:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.