30.6.2009 | 19:48
Fröken siðblinda.
Ótrúlegt en satt.
Þetta er bara orðið fyndið. Þorgerður er sallaróleg og sér ekkert athugavert við að hún hafi tekið tæpan miljarð að láni og láti síðan þjóðina borga brúsann.
Hvað er eiginlega að ? Hvernig í ósköpunum getur Sjálfstæðisflokkurinn haft hana sem varaformann ? Getur hún verið á þingi ? Þarf hún ekkert að gera grein fyrir sínum málum ? Hún var nú alltaf að jarma "allt upp á borðið" en hún átti greinilega ekki við að hún yrði að greina frá sínum gjörningum.
Auðvitað á að ganga á eignir þeirra hjóna strax.
Það á ekki að líðast að þetta pakk komist upp með þessa fjárglæpi eins og ekkert sé sjálfsagðara á meðan sauðsvarti almúginn berst í bökkum og fær enga fyrirgreiðslu í bönkum.
Athugasemdir
Hvernig geta þau hjónin látið sjá sig á almannafæri skil ég ekki, nema siðblindan sé svo algjör hjá þeim. En ég er hissa á hvað lítið er fjallað um þetta hneyksli, allt virðist fara í Icesafe þessa dagana. En sem betur fer er hinn siðlausi yfirlögfræðingur Kaupþings Helgi Sigurðsson búinn að segja af sér og er vonandi að spilaborgin sé að byrja að hrynja.
Skarfurinn, 30.6.2009 kl. 20:05
Ég skil ekki hvernig þau geta látið sjá sig á almannafæri. Sennilega er það nú vegna þess að þau vita ekki hvað það er að skammast sín.
Jens Sigurjónsson, 30.6.2009 kl. 20:32
Sæll Jenni minn
Algjörlega sammála þér.
Gott að sjá þig aftur á blogginu. Ég held bara að Adda rúna sé farin að blogga.
Við pabbi vorum að koma frá Ak. í gær. Fórum á Sumarmót Hvítasunnumanna þar.
Guð veri með þér.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 30.6.2009 kl. 20:37
Sæl Rósa mín.
Já ég kom heim á fimmtudaginn síðasta, eftir 6 vikna túr.
Svo núna liggur maður bara í leti.
Það hefur örugglega verið mikið fjör á sumarmótinu.
Guð blessi þig og þína.
Bestu kveðjur Jenni.
Jens Sigurjónsson, 30.6.2009 kl. 20:52
Hæ aftur
Ertu búinn að fara inná mbl.is og inná bloggið og slá inn nafninu Adda Guðrún Sigurjónsdóttir. Er þetta hin eina sanna Adda Rúna sem við þekkjum?
Hlýtur að hafa verið frábær lífsreynsla að hafa heimsótt firði Svalbarða.
Shalom/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 30.6.2009 kl. 21:00
Hæ Rósa.
Já það frábært að vera við Svalbarða. Við vorum þarna allan túrinn og alltaf inn á fjörðum. Það er mjög fallegt þarna.
Shalom/Jenni
Jens Sigurjónsson, 30.6.2009 kl. 21:32
Já, ég er farin að blogga hér...hef reyndar bloggað annars staðar í mörg ár. Annars er ég alltaf kölluð Adda...hitt er eldgamalt og löngu úrelt!
Adda Guðrún Sigurjónsdóttir, 30.6.2009 kl. 23:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.