Steingrímur út á túni.

oil-platformSteingrímur J Sigfússon formaður Vinstri Grænna er alveg út á túni þegar kemur að því að ræða um Drekasvæðið. Hann sagði í gær í viðtali við stöð 2 þegar hann var að reyna að klóra yfir vitleysuna hjá vitringnum Kolbrúnu Halldórs, hann segir "Ákvörðun um olíuvinnslu er síðari tíma ákvörðun".

Össur Skarphéðinsson Iðnaðarráðherra og Kristinn Einarsson verkefnastjóri olíuleitarinnar hafa sagt að það sé misskilningur að Íslensk stjórnvöld geti ákveðið síðar hvort farið verði í olíuvinnslu eða ekki.

Í Drekaútboðinu sem nú stendur yfir er ekki aðeins um olíuleit heldur einnig um rétt til vinnslu. Olíufélögum verður úthlutað í haust rannsóknarleyfi til 12 ára með möguleika á 4 ára framlengingu og ef olía finnst þá fá þau 30 ára vinnsluleyfi. Semsagt allt að 46 ár.

Annað væri nú heimskulegt, þessi félög koma til með að eyða hundruðum milljóna í leitina og svo ef eitthvað finnst þá segja Íslensk stjórnvöld "allt í plati engin vinnsla".


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Jenni minn.

Það er ekki skrýtið að við hér á Fróni höfum ekki gert upp hug okkar því liðið er flest allt út á túni. Í flestum flokkum er fólk að bjóða sig fram sem tók þátt í siðleysinu og þáði mútur frá fyrirtækjum. Margt af þessu fólki er illa brennt af siðleysi sem hefur grasserað alltof lengi hér á Klakanum.

Guð veri með þér og þínum.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 25.4.2009 kl. 02:11

2 identicon

Hæ hæ Jenni minn og gaman að finna þig hér en ekki á facebook. Verð nú að vera ósammála og segja að Steingrímur frændi minn er eini maðurinn með viti í þessari baráttu allri... allir að setja x við V... Bestu kveðjur til þín og þinna... Kidda Sævars

Kidda Sævars (IP-tala skráð) 25.4.2009 kl. 11:17

3 Smámynd: Jens Sigurjónsson

Sæl Rósa mín. Já við erum sennilega öll út á túni

Hæ hæ Kidda mín. Það er langt síðan ég hef heyrt frá þér, ætli maður fari ekki að koma sér á facebook þar sem allir eru. Kidda mín hann frændi þinn er ekki sá versti í baráttunni svo mikið er víst.

Bestu kveðjur/Jenni

Jens Sigurjónsson, 25.4.2009 kl. 12:43

4 identicon

Hæ hæ aftur þú veist að þetta er allt fínasta fólk í þessari ætt..... Já farðu nú að drífa þig á facebook þar er mesta fjörið... Annars eru allir hressir hjá mér vona að það sé eins hjá þér.Kærar kveðjur best að fara að nota x og setja á réttan stað V........Kidda Sævars.

Kidda Sævars (IP-tala skráð) 25.4.2009 kl. 13:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband