10.4.2009 | 13:34
Hreinsa verður út.
Það verður að taka betur til í flokknum.
Það er ekki nóg að tala bara saman og halda að þannig öðlist flokkurinn fyrra traust kjósenda sinna. Nei það þarf meira til. Sem betur fer eru nokkrir núverandi þingmenn flokksins sem höfðu vit á því að vera ekki að gefa kost á sér áfram til þess að vera í þingliði flokksins, ég nefni engin nöfn. En það eru fleiri sem verða að víkja ef flokkurinn ætlar að braggast aftur.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson, Sigurður Kári Kristjánsson, Birgir Ármannsson og Pétur Blöndal.
Þessi hópur í það minnsta verður að hverfa af listum flokksins, þetta lið virkar eins og graftarkýli á flokkinn. Þannig að þessi kýli verða að hreinsast.
Þegar riðuveiki leggst á fé þá er allt skorið sem í fjárhúsinu er, allt gjörsamlega hreinsað. Sumar rollurnar sem urðu fyrir hnífnum voru ekki með riðu en hinar riðuveiku sáu til þess að allt var skorið. En vonandi hafa sjálfstæðismenn vit á að henda hinu sýkta út í það minnsta.
Þingflokkur fundar í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll Jens.
Ég er sammála. Nú þarf að grisja.
Kveðja.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 10.4.2009 kl. 15:08
Held það verði engin hreinsun hjá þessum flokki í bráð... en þessi nöfn sem þú nefnir er einmitt samansafn af, ég segi ekki vitleysingum... en langaði að segja það...
Brattur, 10.4.2009 kl. 15:23
Þórarinn já það þarf svo sannarlega að grisja.
Brattur það er sko alveg óhætt að segja vitleysingar, það er eimmitt það sem þessi skríll er.
Jens Sigurjónsson, 10.4.2009 kl. 18:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.