10.4.2009 | 05:32
Sirkus Geira Smart.
Það er ekki laust við að vandræðagangurinn er orðinn leiðinlega mikill og vandræðalegur fyrir sjálfstæðismenn. Foringjarnir eru eins og beljur á svelli, er þeir koma fram í fjölmiðlum til þess að svara fyrir flokkinn. Þjóðin hlær af þessum trúðum því svo heimskuleg eru þau blessunin.
Þorgerður fer á kostum í frétt á mbl.is
Hún er óborganleg, hér koma nokkrar setningar hafðar eftir frúnni. " Við höfum farið í okkar uppgjör á heiðarlegan og opinskáan hátt og við munum ganga hreint til verks." Þorgerður hefur átt sér stað eitthvað uppgjör hjá sjálfstæðisflokknum ? Þorgerður hefur þú gert þjóðinni grein fyrir þínum málum, til að mynda kúlulánið fræga ?
"Lausnin er ekki fólgin í því að setja eignarskatt á eldriborgara." Þorgerður eldriborgarar eru ekki kjánar ef þú heldur það. Eldriborgarar vita vel hvernig sjálfstæðisflokkurinn hefur níðst á þeim og öryrkjum undan farin ár. Og þeir vita líka að sjálfstæðiflokkurinn ber ábyrgð á því að sparnaður þessa fólks er horfinn. Hann hvarf í kúlulánin.
"Um leið og umræðan fari að snúast um hugmyndafræði og stefnumál muni flokkurinn rétta sinn hlut."...... "Hætta að einblína á uppgjör við fortíðina."Þorgerður er ekki í lagi með þig ? Þjóðin gleymir ekki einn tveir og þrír hvað sjálfstæðisflokkurinn hefur gert undanfarin ár. Þú talar um hugmyndafræði og stefnumál, er flokkurinn komin með nýja hugmyndafræði ? Þið farið kannski í ný föt en röddin verður alltaf sú sama, eða átti ég kannski að segja siðleysið ?
Svo fór Bjarni á kostum.
Hann segir í viðtali að það hafi ekki verið kjörnir fulltrúar flokksins sem óskuðu eftir styrkjunum heldur hafi það verið óbreyttir flokksmenn. Guðlaugur sem sennilega kallast kjörinn fulltrúi segist hafa hvatt hina óbreyttu til að óska eftir styrkjum. Og var Geir ekki kjörinn ? Hann segist jú hafa tekið við aurunum. Þannig að við eigum þá að túlka það svo að kjörinn vildi ekki en óbreyttur vildi. Er furða þó maður sé farinn að hlægja af þessum trúðum ?
Smá upprifjun.
Hvernig var það aftur þegar Bónus varð skyndilega versti og mesti óvinur foringjans í Svörtuloftum ? Sagði Jóhannes ekki í einhverju viðtali að hann hefði neitað að styrkja Sjálfstæðisflokkinn um einhverjar miljónir umfram aðra stjórnmálaflokka sem Bónus styrkti ? Foringinn í Svörtuloftum varð æfur og sagði að verslunarmennirnir í Bónus hafi ætlað að múta sér með 30 miljónum. Ummmm skrýtið sama upphæð og Hannes réttir flokknum. Skemmtileg tilviljun.
En svo elskaði Geir flokkinn
að hann gaf æru sína
svo flokkurinn öðlaðist eilíft líf.
Hvítþvegin bleyjubörn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég vil sjálfstæðan sjálfstæðisflokk.
Núna.
Takk.
- Laxinn.
Laxinn, 10.4.2009 kl. 06:38
Ef hann væri nú til.
Jens Sigurjónsson, 10.4.2009 kl. 19:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.