9.4.2009 | 16:22
Ekki benda á mig.
Þessi yfirlýsing Guðlaugs er ansi skondin eiginlega bráðfyndin.
Guðlaugur segist ekkert vita, en segist samt hafa hvatt nokkra aðila til að ganga í verkið. Heldur Guðlaugur virkilega að hann komist svona auðveldlega frá drullunni ?
Hvað er eiginlega að í þessum blessaða flokki engin þykist vita neitt um fjármál flokksins, maður spyr sig er kannski ekkert bókhald ? Jú auðvitað er bókhald þar. Og það vita allir að framkvæmdastjóri, Fjármálastjórn flokksins, Formaður og varaformaðurinn vissu vel um þessa styrki, að halda öðru fram er hauga lygi.
Siðblindan er og hefur verið svakaleg í þessum stjórnmálaflokki, og sennilega á hún sér enga hliðstæðu í hinum stóra heimi. Og alveg er stórmerkilegt að fólk skuli vilja þetta lið áfram á þing. Þessir stjórnmálamenn hafa verið að þiggja nammi hjá stórfyrirtækjum og hvað fá fyrirtækin í staðin. Fór ekki Þorgerður Katrín í lúxus veiðiferð í boði Kaupþings í Norðurá í Júlí 2007 ? Og svo vita nú allir um stóra kúlulánið sem spillingar frúin fékk frá sömu aðilum. Hvaða heiðarlegur þingmaður í siðmenntuðu landi þiggur slíkt ?
Jú rifjum þetta aðeins upp.
Vísir, 20. ágú. 2008 11:32
Stórlaxar veiddu í boði Baugs við upphaf REI máls
Skömmu áður en vinna við fyrirhugaðan samruna Reykjavík Energy Invest (REI) og Geysi Green Energy (GGE) hófst fóru helstu áhrifamenn Orkuveitu Reykjavíkur ásamt Guðlaugi Þór Þórðarsyni heilbrigðisráðherra í laxveiði í boði Baugs.
Veiðiferðin var farin 11 - 14 ágúst í fyrra, einum og hálfum mánuði áður en fundargerðir Orkuveitunnar sýna fyrst hugmyndir um sameiningu REI og GGE.
Í ferðina fóru Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra og fyrrverandi sjónarformaður OR, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, þáverandi borgarstjóri, Haukur Leósson, þáverandi stjórnarformaður OR og Björn Ingi Hrafnsson, þáverandi varfaraformaður stjórnar OR og REI. Lárus Welding, forstjóra Glitnis var boðið í ferðina en hann boðaði forföll.
Fyrir hönd Baugs var Stefán H. Hilmarsson fjármálastjóri með í för. Baugur var á þessum tíma þriðji stærsti hluthafi FL Group, aðaleiganda GGE.
Rúmum mánuði eftir að veiðiferðinni lauk sjást fyrst merki í fundargerðum um hugmyndir um að sameina REI og GGE. Sú sameining varð hinsvegar aldrei að veruleika enda klofnaði borgarstjórnarflokkur sjálfstæðismanna í málinu með þeim afleiðingum að fyrsti borgarstjórnarmeirihluti kjörtímabilsins sprakk.
Hin umrædda veiðiferð var farin í Miðfjarðará. Baugur tók frá tíu veiðileyfi í ánni og útvegaði mannskapnum sjö leiðsögumenn. Veiðileyfi í Miðfjarðará eru ein þau dýrustu á landinu.
Eiginkonum Guðlaugs Þórs, Vilhjálms Þ. og Björns Inga var einnig boðið í ferðina og þáðu þær það boð. Ágústa Johnson, eiginkona Guðlaugs, veiddi til að mynda sinn fyrsta lax á flugu í ferðinni.
Þetta er alveg magnaður andskoti.
Guðlaugur Þór og Þorgerður Katrín eru eru sennilega sóðalegustu spillingardæmin í sjálfstæðisflokknum. Og það er með ólíkindum hvað siðblindan nær tökum á hinum almenna flokksmanni því þessir berserkir eru enn í efstu sætum til þings. En Þorgerður tekur þetta bara með 7 hægri og málið er dautt.
En eins og Álftarnestrúðurinn sagði hér um árið "YOU AIN´T SEEN NOTHING YET" Ég er hræddur um að það sé rétt og margt eigi enn eftir að koma upp úr drullupollinum.
Guðlaugur Þór: Ég óskaði ekki eftir styrk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Mér dettur nú bara í hug lagið hans Bubba; "ekki benda á mig, segir varðstjórinn... " Annars var ég að hanna nýtt lógó fyrir íhaldið sem ég veit að þér verður skemmt yfir.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 9.4.2009 kl. 16:46
Sæll Jenni minn.
Búin að sakna þín í nokkra daga. Hélt að þú værir farin á sjó. Geir segist bera ábyrg. Við erum nú ekki heiðskýr. Hann ætlaði aldeilis að leika flott á okkur að sökin væri hans þar sem hann er hættur í póltík og þess vegna gætum við kosið Þorgerði Katrínu og Guðlaug Þór með bros á vör.
Gefum Sjálfstæðisflokknum frí.
Bannað að nota ljót orð minn kæri. Ég sá allavega tvö.
Vertu Guði falinn
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 9.4.2009 kl. 19:40
Sástu Gulla í sjónvarpinu ? og ef, sástu hvað hann passaði vel að það sæist ekki í tunguna,ábyggilega ógeðslega svört.
Julius kristjansson (IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 21:20
Sæll Guðsteinn. Lógóið hjá þér alveg ljómandi gott, frábær hugmynd.
Rósa mín, já ég veit maður verður að passa orðavalið, en svona gerist þegar maður verður of argur.
Júlli já ég sá Gulla í báðum fréttatímunum og eins viðtalið við Kjartan Gunnars. þeir blikna ekki í lyginni.
Jens Sigurjónsson, 9.4.2009 kl. 21:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.