30.3.2009 | 17:33
Góðar fréttir.
Jæja þá hefur Margeir Pétursson eignast SPRON.
Þetta eru vonandi góðar fréttir, sérstaklega að með þessu er verið að tryggja að minnsta kosti 45 störf sem er alveg frábært, ekki veitir af. Og það er ánægjulegt að útibúin á Skólavörðuholtinu, í Borgartúni og á Seltjarnarnesinu verða opin. Búið var að færa allar innistæður í SPRON hreppaflutningum yfir til Kaupþings, nú er bara að koma peningunum yfir í SPRON aftur.
Margir aðilar vildu taka yfir eignir SPRON og vonandi verður valið á MP banka til heilla fyrir SPRON og viðskiptavini sem og starfsfólkið. En ég var nú samt að vona að Færeyja banki fengi pakkann.
MP banki eignast SPRON | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Heyr..heyr..
TARA, 30.3.2009 kl. 23:11
Heyr, Heyr!!
Vonandi mun ganga vel hjá Margeiri Péturssyni.
Hér er búið að snjóa alveg helling. Allir heima í morgunn og meira að segja lokuð búðin. Götur ruddar seinnipartinn. Veður er gengið niður. Því miður á svo að koma hiti í lok vikunnar í staðinn fyrir að leyfa okkur að göslast í snjónum í tvær þrjár vikur. Bara grín!!
Guð veri með þér
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 31.3.2009 kl. 00:39
Sæl Rósa. Ég var eimmitt að skoða ansi skemmtilegar myndir hjá þeim Bjarka og Ara en þeir félagar tóku nokkrar myndir af snjósköflunum hjá ykkur, það er óhætt að segja að það sé vetur hjá ykkur.
Guð Blessi þig.
Jenni.
Jens Sigurjónsson, 31.3.2009 kl. 03:01
Guð láti gott á vita.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.3.2009 kl. 11:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.