28.3.2009 | 16:16
Spillingin aukaatriði.
Eru sjálfstæðismenn gjörsamlega búnir að tapa sér ?
Hvað eru flokksmenn að hugsa með því að samþykkja hana enn á ný sem varaformann flokksins ?
Þorgerður Katrín talar um kynslóðaskipti í flokknum og um mikinn hreinsunareld, og nú komi ný forusta sem mun skapa traust til frambúðar.
Ný stjórn!!! Þorgerður varst þú ekki í síðustu stjórn flokksins ?
Sjálfstæðisflokkurinn er með 24% fylgi núna í síðustu skoðanakönnun sem þýðir að flokkurinn fær 17 þingmenn en hann var með eftir síðustu kosningar 25 menn, hann er að tapa 8 mönnum.
Þorgerður Katrín á mikinn þátt í þessum trúnaðarbresti sem hefur orðið á milliþjóðarinnar og flokksins. Til að mynda hvar eru þessar 500.000 millur sem teknar voru að láni hjá kaupþingi af henni og eiginmanni hennar hversvegna er það mál ekki komið upp á borðið ? Enginn er búinn að gleyma þegar frúin snobbaði til Kína með fríðu föruneyti ekki einu sinni nei heldur tvisvar, og það var enginn smá peningur sem fór í þetta bruðl hennar.
Því miður virðist sem að spilling sé orðið aukaatriði hjá sjálfstæðisflokknum, svo framalega að það sé kona í varaformannsætinu.
Skattmann er mættur aftur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll og blessaður
Tek undir með þér. Það er náttúrulega ekki ný stjórn ef hún er áfram í stjórn.
Ég vona að fólk hafi ekki gleymt bruðlinu í henni þegar hún fór til Kína og eins láninu sem hún og maðurinn hennar tóku. Það eitt að taka svona stóran séns er ekki traustsins virði.
Svo fannst mér bullið í Davíð hræðilegt þegar hann líkti uppsögn sinni úr Seðlabankanum við krossfestingu Jesú Krists. Er ekki í lagi með manninn? Hvað heldur hann að hann sé eiginlega?
Flottar myndir af hafísnum sem hefur klætt höfnina hjá ykkur. Þegar við vorum börn þótti okkur þetta spennandi en við skynjuðum ekki að þá gátu sjómenn ekki farið á grásleppuvertíð. Einhvern veginn reddaðist allt og vona ég að það geri það núna þegar þjóðin þarf að breyta lífsmunstrinu.
Mér finnst stjórnvöld verða að gera ráðstafanir. Það gengur ekki að lán sem áður var 12 miljónir sé nú 24 milljónir. Það var viðtal við konu sem hefur oft verið að skrifa athugasemdir hjá okkur og er hún að hugsa um að flytja til Danmerkur.
Vertu Guði falinn
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 29.3.2009 kl. 00:27
Hæ hæ Rósa.
Já Davíð telur sig vera á sama stalli og Frelsarinn.engin minnimáttarkennd þar á ferð.
Vertu Guði falin.
Jens Sigurjónsson, 29.3.2009 kl. 15:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.