Talan sjö.

jesus_cross_lighthouse

Hvað er svona merkilegt við töluna sjö ?

Sumir segja töluna heilaga, enda kemur hún víða við í trúarlegu samhengi.

Talan sjö er oft kölluð heilög tala. Í hinni fornu grísku heimsmynd sáu menn sjö himna, því eru menn stundum sagðir "í sjöunda himni" þegar allt gengur vel. Talan sjö var talin hin fullkomna heild. Nú svo töldust reikistjörnurnar vera sjö.

Í heimi Biblíunnar táknar talan sjö Guð og heiminn. Talan þrír er tala Guðs, og fjórir er tala heimsins ( höfuðáttirnar fjórar, og frumefnin fjögur), fjórir + þrír eru sjö. Dagar sköpunarinnar eru sjö og skaparinn hvíldist á sjöunda degi.

Höfuðdyggðirnar eru sjö: Trú, von og kærleikur, viska, hófsemi, hugrekki og réttlæti. Þrjár fyrstu kallast guðfræðilegar dyggðir og samsvara þrenningunni. Nú svo kemur Auðmýktin sem er móðir allra dyggða og hrokinn móðir allra lasta.

Í opinberunarbók Jóhannesar, 5. Kafla, er talað um bók með sjö innsiglum.

Sjö voru söfnuðirnir sem Jóhannes skrifaði að tilhlutan engilsins í Opinberunarbókinni.

Bæn Drottins, Faðir vor, mynda sjö bænir, þrjár sem fjalla um Guð og fjórar sem nefna málefni okkar mannanna.

Iðrunarsálmar Saltarans eru sjö: 6, 32, 38, 51, 102, 130 og 143.

Draumur Jósefs fjallaði um sjö feitar og sjö magrar kýr, sem ráðinn var sem að boðaði sjö mögur ár og sjö feit ár. Nú þessi draumur rættist.

Í tjaldbúðum Ísraelsmanna og síðar musterinu í Jerúsalem var sjö arma stjaki,menorah,sem stóð við syðri langvegg. Hann táknaði ljós náðar Guðs sem umlykur allt sköpunarverkið, og hann táknar þjóð Guðs, sem þegið hefur birtu sína af Guði o skal vera ljós í heiminum. Sjö arma stjaka má finna víðá í kirkjum og inn á heimilum, ekki sem síst sem aðventuljós í gluggum heimilanna. Táknið er hið sama náðarljós Guðs og lýð hans sem á að lýsa mönnum til trúar á Guð. Ljósið í miðju, með þrjú ljós til beggja hliða, táknar Guð.

menorah

Menorah.

Gjafir andans teljast vera sjö: Andi Guðs, andi speki og skilnings, andi visku og máttar, andi þekkingar, guðrækni og guðsótta.

Orð Jesú er hann háði dauðastríð sitt á krossinum eru sjö:

  1. Faðir,fyrirgef þeim, því þeir vita ekki hvað þeir gjöra.
  2. Kona, sjá þar er sonur þinn, Sjá, þar er móðir þín.
  3. Sannarlega segi ég þér: Í dag skaltu vera með mér í Paradís.
  4. Guð minn, Guð minn, hví hefur þú yfirgefið mig.
  5. Mig þyrstir.
  6. Það er fullkomnað
  7. Faðir, í þínar hendur fel ég anda minn.    

black_jesus_cross

'A krossinum umfaðmaði hann allan heim og allt líf.

Nú svo sagði Jesús að okkur beri að fyrirgefa, ekki bara sjö sinnum heldur 70 X 7 sinnum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir


Christian Glitter by www.christianglitter.com

Sæll Jenni minn

Mikið var þetta góð grein. Ég er hreykin af þér og verð nú að ítreka að þú ert Vopnfirðingur eins og ég og afkomandi Séra Jóns Steingrímssonar eldklerks.

Vertu Guði falinn

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 20.3.2009 kl. 23:22

2 Smámynd: Jens Sigurjónsson

Sæl Rósa mín.

Það er ekki slæmt að eiga ættir að rekja til séra Jóns Steingrímssonar.

Guð blessi þig.

Bestu kveðjur / Jenni

Jens Sigurjónsson, 20.3.2009 kl. 23:39

3 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll aftur.

Við Erlingur fórum í gegnum þetta fyrir ári síðan þegar ég birti ritgerð um Séra Jón Steingrímsson. Þið eruð afkomendur hans og staðfesti Palli bróðir minn það því hann var búinn að krota í Ættir Síðupresta hvernig þráðurinn lá frá Jóni og til frændfólksins okkar á Uppsölum.

Guð veri með ykkur

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 21.3.2009 kl. 00:10

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta er eðla ætt frá séra Jóni, þeim stórmerka manni. Og góður er pistillinn, Jens, gott fyrir fólk að vera minnt á þetta.

Og frábær eru myndgæðin á vefsetri þínu.

Með góðum óskum,

Jón Valur Jensson, 21.3.2009 kl. 00:45

5 Smámynd: Jens Sigurjónsson

Gaman að heyra þetta Rósa, ég verð að kíkja á ritgerðina.

Takk fyrir Jón Valur.

Guð blessi ykkur.

Jens Sigurjónsson, 21.3.2009 kl. 00:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband