Hún á að axla ábyrgð á Þingvallakossinum með reisn.

ingibjrg_slrn__jpg_550x400_q95Ljótar urðu afleyðingar Þingvallakossins fyrir þjóðina, og ekki er allt búið enn. Ingibjörg Sólrún sér enga ástæðu til að feta í fótspor Geirs Haarde og axla pólitíska ábyrgð á kossinum og stíga til hliðar.

Er hugsun Ingibjargar að hafa Jóhönnu sem strengjabrúðu fyrir sig og sína ?

Jóhanna á auðvitað að stíga skrefið til fulls og verða formaður flokksins og Forsætisráðherraefni hans um leið. En ekki vera strengjabrúða fyrir útbrunninn leiðtoga sem er rúinn öllu trausti.

En Jón Baldvin tekur formannsætið i flokknum fyrst Jóhanna vill það ekki. Nokkuð er ég viss um að Ingibjörg tapar í formannsslagnum við Jón Baldvin, og verður það mikill niðurlæging fyrir hana. Hún á þess vegna að yfirgefa skútuna með smá reisn og hætta núna.

"Þið eruð ekki Þjóðin."

Hvernig getur stjórnmálaleiðtogi reiknað með því að hann njóti traust kjósenda eftir að komið þessum skilaboðum til þeirra. Þessi setning ein og sér segir allt sem þarf að segja um valdahroka Ingibjargar Sólrúnar, og svo eru menn að tala um hrokann í Davíð Oddsyni.

Samfylkingin verður að gera sömu kröfu til sín og annarra.

Og það geta flokksmenn gert með því að hafna Ingibjörgu Sólrúnu sem formanni flokksins og þar með látið hana axla ábyrgð. Verst fyrir hana að sjá þetta ekki sjálf. 


mbl.is Ingibjörg býður sig fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skarfurinn

Þú átt að fara rétt með, Geir Haarde hefur enga ábyrgð axlað enn og segist enga ábyrgð bera á hruninu, hann stígur til hliðar vegna veikinda sinn. Af mörgum syndugu tel ég samt Geir og Davíð bera stærstu ábyrgðina, sem betur fer erum við að losna við þá báða en það gekk ekki átakalaust. 

Skarfurinn, 28.2.2009 kl. 17:28

2 Smámynd: Jens Sigurjónsson

Sæll Skarfur.

Hefur Geir gefið það út að það sé vegna veikinda sem hann sé hættur í pólitík ?

Geir hafði dómgreind til að stíga til hliðar en Ingibjörgu vantar allt slíkt.

Jens Sigurjónsson, 28.2.2009 kl. 17:39

3 identicon

Geir steig ekki til hliðar vegna þess að hann svaf a vaktinni heldur vegna veikindanna. Ingibjörg a að stiga til hliðar lika.

Kolla (IP-tala skráð) 1.3.2009 kl. 15:25

4 Smámynd: Jens Sigurjónsson

Sæl Kolla.

Veikindin höfðu ekkert með þetta að gera. Geir áttaði sig á því að hann hafði brugðist þjóðinni.

En Ingibjörg sér ekkert athugarvert við sín störf í ríkisstjórninni.

Jens Sigurjónsson, 1.3.2009 kl. 15:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband