Gefum Bretum hvalkjöt í kreppunni.

whalemeatHvalveiðar okkar Íslendinga hafa verið nokkuð í umræðunni undanfarið, og sitt sýnist hverjum í þeim efnum.

Jú þetta virðist allt á endanum snúast um peninga, er markaður fyrir hvalkjötið eða er betra að sýna hvalina ferðamönnum sem borga vel fyrir ?

Rósa Aðalsteinsdóttir kom með ansi góða hugmynd um markaðssetningu á hvalkjötinu.

Fólk í dag þekkir ekki hvalkjöt, og því er nauðsýnlegt að kynna kjötið og koma því á diskana hjá fólki um allan heim.

Við erum hryðjuverkamenn í augum á sumum Bretum þá sérstaklega þeim félögum Gordon Brown og Alistair Darling. Er ekki þá kominn tími til að breyta þeirri ásýnd sem Bretar hafa á okkur ?

Þá er komið að hugmyndinni hennar Rósu, Hún vill að við gefum Bretum hvalkjöt.

Þetta er alveg frábær hugmynd, Jú Það er mikill fátækt í Bretlandi og enginn neitar að fá gott kjöt gefins á krepputímum, og þarna myndast góður markaður í framtíðinni því allir verða vitlausir í hvalkjöt og gæði kjötsins spyrst út og við höfum á endanum ekki undan að selja kjötið og mikill vinna skapast við þetta allt og ég tala nú ekki um gjaldeyristekjurnar.

Og eftir að við höfum gefið Bretunum frítt að borða í kreppunni og Heimir Karls gefið þeim fríar lopapeysur, þá verðum við ekki hryðjuverkamenn í þeirra augum, nei ó nei við verðum dýrlingar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Jenni minn. Þetta innlegg var hjá Yngva trúbróður mínum og bloggvini og einnig var ég búin að kvitta hjá Guðrúnu Sæm. um að gefa Gordon Brown og Darling hvalkjöt. Ég man ekki eftir að hafa kvittað hjá þér um þessa hugdettu mína.

Í okkar heilögu leiðsögubók stendur: 

"Gefið, og yður mun gefið verða. Góður mælir, troðinn, skekinn, fleytifullur mun lagður í skaut yðar. Því með þeim mæli, sem þér mælið, mun yður aftur mælt verða." Lúk. 6:38.



Guð blessi þig Jenni minn. Kær kveðja/Rósa

Hér fyrir neðan er innlegg hjá Yngva.

Sæll og blessaður

Tek heilshugar undir með þér.

Nóg til af hval í sjónum á kostnað þorskstofnsins. 

Það væri örugglega hægt að hafa vöruskipti t.d. fá olíu í staðinn fyrir hvalkjöt.

Svo megum við alveg fara að gefa til þeirra sem hafa hvorki til hnífs né skeiðar og þá mun okkar himneski faðir blessa okkur. Mæli með að það verði gefið hvalkjöt til þeirra sem minna mega sín hér á Íslandi, erlendis og svo verðum við að hafa smá húmor og senda matargjafir til Bretlands og vænan bita til Gordon Brown og Darling sem eru einkavinir okkar Íslendinga.

Vertu Guði falinn

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 6.2.2009 kl. 00:29

2 Smámynd: Jens Sigurjónsson

Sæl Rósa mín.

Ég sá innleggið þitt hjá Guðrúnu Sæm.

Og mér finnst þetta alveg frábær hugmynd hjá þér Rósa.

Guð blessi þig og þína bestu kveðjur Jenni.

Jens Sigurjónsson, 6.2.2009 kl. 00:57

3 identicon

Þetta þarf ekki að vera svo vitlaus hugmynd. Bretar eru aftur á móti stórskrýtnar mannverur, vita varla hvað hvalkjöt er en mótmæla samt hvalveiðum hástöfum.   Bið að heilsa Jenni.

Jón Kristján Sigurðsson (IP-tala skráð) 6.2.2009 kl. 12:08

4 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Já gefum þeim hvalkjöt Svo getur við sent drottningunni eitthvað af hvalkjöti upp í skuld............átti hún ekki væna upphæð inni á Icesave reikningi?

Margrét St Hafsteinsdóttir, 6.2.2009 kl. 12:48

5 Smámynd: sur

Thetta er frábær hugmynd hjá henni Rósu enda ekki vid ödru ad búast frá henni Er engin sjens ad tala breta til eda eru their of stoltir til ad hlusta

Kvedja

sur, 6.2.2009 kl. 12:55

6 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl öll.

Þegar ég var stödd í júní sl. í Reykjavík þá bauð Guðsteinn Haukur og Bryndís, mér og Sigga sæta í mat. Hann var með hvalkjöt. Algjör snilldarkokkur og ég mæli með stráknum að gerast Sendiherra fyrir okkur og kenna Bretum að matreiða hvalkjöt. Hann auðvita fengi sömu laun og aðrir Sendiherrar eða meira.

Líst vel á að koma einhverjum bitum af hvalkjöti ofaní drottninguna.

Guð veri með þér Jenni minn

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 6.2.2009 kl. 13:02

7 Smámynd: Jens Sigurjónsson

Sæll Elli. Er nokkuð vandamál að gefa alþýðunni í Bretlandi hvalkjöt í matinn þegar kreppan er skollin á ?

Allir vilja jú fá eitthvað að borða.

Margrét drottningin yrði nú aldeilis kát með okkur.

Já Rósa gerum Guðstein að sendiherra.

Bestu kveðjur til ykkar allra Jenni.

Jens Sigurjónsson, 6.2.2009 kl. 14:21

8 identicon

Hugmynd fín !

conwoy (IP-tala skráð) 6.2.2009 kl. 19:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband