5.2.2009 | 03:14
Við hverju var að búast ?
Stjórnendur Baugs með Útflutningsverðlaun Forseta Íslands.
Aumingja Jón.
Það er ekki annað hægt en að hlægja af þessari endalausri vitleysu sem vellur upp Jóni Ásgeir. Enn og aftur er allt Davíð að kenna. Heldur Jón Ásgeir virkilega að þjóðin gleypi við þessari vitleysu ?
Jón Ásgeir gjammar og gjammar, heldur hann virkilega að einhver taki mark á honum í dag ? Svo sannarlega er hann ekki traustsins verður, hvernig er þetta aftur skuldar ekki einhver álfur 1000.000.000.000 sem þýðir um 3 miljónir á hvern Íslending eða 12 millur á 4 manna fjölskyldu, er álfurinn borgunarmaður fyrir skuldunum ? Ég held ekki.
Jón Ásgeir er sjálfur búinn að sigla Baugi í kaf í skuldafen sem fyrirtækið kemst aldrei uppúr.
Æi Æi grenjar hann, hvað verður um sportbílana, snekkjuna, einkaþotuna og þyrluna hvað verður um öll leikföngin mín ? Æi Æi
Kannski Ingibjörg haldi bara aðra Borgarnesræðu ? Hahahaha Það væri nú eftir öllu.
Útflutningsverðlaun Forseta Íslands voru veitt Baugi árið 2008 og skömmu áður fékk KB banki þessi verðlaun og ef ég man rétt þá fékk Sigurður Einarsson Fálkaorðuna.
Já Forseti vor er eða var í það minnsta ákaflega hrifinn af þessum viðskiptasnillingum og þessum hugrökku útrásarvíkingum, Ó já þetta eru synir Íslands.
Ég vil að viðskipti milli Gaums og Baugs undanfarið verði skoðuð ofaní kjölinn og það strax.
Og það verði engum vettlingatökum beitt við rannsóknir á málum Víkinganna, það verður að taka á þessum fuglum og það strax.
Glitnir gjaldfellir lán Baugs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er ótrúlegt að hlusta á Davíðstalið í þessum einstaklingum - og Björgólfur ( sem ég hélt að væri heiðarlegur maður) bætti við stjórninni og krónunni. Á sama tíma og hann sveik allt Alþingi sem samþykkti frelsi til athafna í stað hafta - var hann og hiir allir - að maka krókinn og koma fé "sínu" á örugga staði með fjárfestingum.
Eðlilega féll Jón þessi verðlaun - hafa forsvarsmaður útrásarinna ólafur ragnar grímsson og frú ekki fengið far með vinum sínum ? í flugvélunum okkar - fáum við kanski öll þau verðlaun að órg fari frá - ? hvar eru dósaberjararnir núna? rata þeir ekki til Bessastaða? Sjálfsagt að vísa þeim veginn.
Og Ingibjörg - sú sem Geir treysti - hún heldur enga Borgarnesræðu - hún er að hvíla sig í hendinni eftir rýtingsstunguna.
Og svo þegar upp var staðið - EKKERT nýt frá dósaberjarastjórninni - allt á sama róli og var enda ekki um aðrar leiðir að ræða.
Skilanefndir - skilið skýrslum - rannsóknarnefnd - skilið skýrslum - TIL OKKAR - þetta er okkar fé - þið eruð á launum hjá okkur -
Ólafur I Hrólfsson
Ólafur Ingi Hrólfsson, 5.2.2009 kl. 06:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.