Geir og Haardærið.

geir_haarde_398248Ósköp finnst mér nú þetta vera þunnur þrettándi hjá Geir

En gott og vel hann er loksins farinn að tjá sig um hvað sé verið að gera, en það er nokkuð seint í rassinn gripið nú þegar hann er búinn að espa reiðina upp í þjóðinni með því að upplýsa hana ekki um gang mála.

En mér finnst staða Geirs vera orðin vonlaus í dag.

Hefði Geir gert nokkra hluti strax væri staða hans skárri í dag, og þjóðin væri rólegri.

1. Forstjóra og stjórn Fjármálaeftirlitsins vikið frá störfum

2. Skipt um bankaráð Seðlabankans.

3. Boðað til kosninga í vor eða haust.

4. Lýsa yfir að samhliða kosningum verði kosið um hvort skuli hefja aðildarviðræður við ESB.

5. Setja á stað ferli og skipta um gjaldmiðil.

6. Fá erlenda fag aðila til að rannsaka þá glæpi og spillingu sem urðu til þess að bankarnir hrundu.

 


mbl.is Margvíslegar aðgerðir stjórnvalda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað græðum við á stjórnarskiptum?

Sama skít í nýjum umbúðum? Hámarka verður með lagasetningu (svipað og danir) setu í ráðuneytum við 8 ár og þingsetu við 12. Að þeim skilyrðum fylltum þarf ekki að endurskoða eftirlaunafrumvarpið.

Hvort ESB bjargi okkur þá er svo egi.  85% af landbúnaði og 50% af fiskveiðum getum við kvatt bless með ESB. Ef pólskum bændum þykir kerfið hart, hvernig fer fyrir okkur þegar allir verndartollar hverfa á einni nóttu?

Áður en við skiptum krónu út verðum við að ath hvað við viljum í staðinn. Evra kemur ekki til greina. Dollari á eftir að sveiflast svakalega á næstu 18 mánuðum.

Græna leiðin að snúa okkur til Noregs væri athugandi en aðrar ekki.

Rannsókn á spillingu sitjandi stjórnar verður ekki gerð af heilindum af sitjandi stjórn. Engum er fært að rannsaka egin glæpi.

Geir getur ekki sett Davíð af þar sem Davíð myndi "snúa aftur" og kljúfa flokkinn. Eina leiðin til að stjórninni verði slitið er ef Samfylkingin tekur af skarið.

Í þingi þorir enginn að gera neitt þessa daga þar sem minnstu mismæli eða læti gætu "kostað" fylgistap.

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 13:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband