Spillingin varin með piparúða.

 

policeman_cartoonÉg held að nú sé mælirinn fullur.

Lögreglan er ítrekað farin að beita ofbeldi gegn vopnlausum almenningi .

Ég er ekki hlynntur ofeldi, en maður spyr sig, verður ekki bara að svara ofbeldi með ofbeldi. Það virðist vera það eina sem lögreglan skilur. Ekki skilur hún friðsöm mótmæli svo mikið er víst.

Ef lögreglan ætlar að haga sér svona þá mun almenningur líta á hana sem varðhunda spillingar hér á landi, og hætta að bera virðingu fyrir henni. Og þá yrði fjandinn laus.

En það er margsannað að friðsöm mótmæli hafa aldrei borið árangur.

Er ekki komin tími að stjórnin fari nú að gera sér grein fyrir því að það er komin tími til að efna til kosninga, þá kannski fyrst róast almenningur þessa lands, því það er nokkuð augljóst að fólk vill breytingar sem fyrst.

 


mbl.is Piparúði og handtökur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigga

NÁKVÆMLEGA!

Anna Sigga, 20.1.2009 kl. 16:58

2 identicon

Rétt hjá þér en gallinn er sá að hinn venjulegi lögreglumaður er í helvíti pínlegri stöðu. Yfirgnæfandi meirihluti þeirra er með lán eins og við og ég er nokkuð viss um að flestir vildu skipta um lið. Þegar þeir koma í okkar hóp getum við gefið ráðherrunum frí. Og ég væri meira að segja tilbúinn að leyfa ráðherrunum að taka stólana með sér. Nógu fast halda þeir í þá.

Þorsteinn Úlfar Björnsson (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 16:58

3 identicon

Dagin Jenni. Vinur okkar Jón Magússon þingmaður(fyrir kvern é bara ekki veit,,(heirðis hann tala fyrir hönd sjálfstæðisflokks))var áðan á einhveri útvarps rás að gagnrína mótmælendur,fyrir að trufla störf þingsins,,,taktu eftir störf þingsins,,hafa sennilega ætlað að fremja eitt stjórnarskrár brotið í viðbót,eða eithvað helvítis  ódæði,nú það ber að þakka löggunni fyrir hennar þátt í mótmælunum,án þeirra íhlutunar væri þetta alveg bregðlaust. kv

Julius kristjansson (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 18:03

4 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Það er svo einfalt fyrir ríkisstjórnina að binda endi á ófriðarástandið í samfélaginu. Eftir því sem hún dregur það á langinn vaxa vandamálin. Fulltrúar ríkisstjórnarinnar hafa margítrekað sannað vanhæfni sína og eru orðin ber af því að beita ítrekaðri valdníðslu líka. Þeir verja sig á bak við lögregluna sem hún beitir á varnarlausan almenning með ofbeldi og efnavopni. Þetta er ógeðslega gróft og kallar á ekkert annað en það að við missum ekki aðeins álitið á stjórnmálamönnunum heldur lögreglunni líka! Hin friðsama, vopnlausa, íslenska þjóð hefur ekki endalaust langlundargeð...

Rakel Sigurgeirsdóttir, 20.1.2009 kl. 19:48

5 Smámynd: Jens Sigurjónsson

Sæll Júlli.Ég held að Jón Magnússon viti það ekki heldur fyrir hvern hann talar.

Sæl Rakel. Þetta er orðið óþolandi ástand sem hér ríkir, Það er ekkert orðið annað úrræði en að taka fast á móti lögreglunni það er það sem þeir vilja.

Jens Sigurjónsson, 20.1.2009 kl. 20:06

6 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Trúi því reyndar ekki að allir í lögreglunni vilji gera það sem þeim er sagt að gera þessa daganna. Vildi alls ekki vera í sporum höfuðborgarlögreglunnar þessa daganna. Skipanir þeirra koma ofan frá. Sumir eru eflaust á móti mótmælendum og líta á þá sem skríl en aðrir standa örugglega með mótmælendunum innst inni.

Auðvitað þorir enginn að gera uppsteit í vinnunni sinni núna þannig að lögreglumennirnir telja sig nauðbeygða að hlýða skipunum. Það eru ekki þeirsem við erum að mótmæla. Hins vegar er þeim skipað að verja þá sem við erum að mótmæla. Ég vildi að þeir sameinuðust í að standa með okkur.

Trúi því ekki að það vanti sannanir til að taka marga af fjárglæframönnunum fasta. Það væri nær en taka einhvern fastan fyrir það eitt að hafa verið viðstaddur einhver mótmæli fyrir einhverjum dögum síðan eins og þeir gerðu um daginn.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 21.1.2009 kl. 00:27

7 Smámynd: Jens Sigurjónsson

Það er alveg örugglega rétt hjá þér Rakel að það er ekki öfundsvert að vera í lögreglunni í dag.

Lögreglan er fólk eins og við. Reiknigarnir hjá fólkinu í lögreglunni hafa hækkað og peningarnir í bönkunum hafa rýrnað hjá þeim eins og okkur.

Vonandi verður samstaða innan lögreglunnar og hún hunsar stjórnunarhætti spillingaraflanna.

Jens Sigurjónsson, 21.1.2009 kl. 00:42

8 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Vona það með þér!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 21.1.2009 kl. 00:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband