19.1.2009 | 20:17
Allt eðlilegt.
Allt eðlilegt í þessum viðskiptum segja höfðingjarnir.
Skoðum þetta aðeins nánar.
Á þessum tíma er Ólafur annar stærsti hluthafi Kaupþings.
Ólafur kaupir bréf í Kaupþingi að andvirði 25 miljarðar af erlendum aðila, en hann er svo heppinn að hann fær bréfin á 50% undirverði og borgar þannig bara 12,5 miljarða.
En hann selur skömmu seinna Kaupþingi sömu bréfin á réttu verði eða fyrir 25 miljarða. Semsagt Kaupþing borgar fullt verð. Ólafur græðir 12,5 miljarða sí svona. Heppinn.
Hver var þessi erlendi aðili sem seldi Ólafi bréfin á 50% undirverði ?
Hvers vegna Kaupir ekki kaupþing þessi bréf af þessum svo kallaða erlenda aðila strax þannig að allir hagnast á viðskiptunum ?
Nei Ólafur fær 12.5 miljarða á silfurfati og allt er eðlilegt.
Mér er spurn eru þetta eðlilegir viðskiptahættir ?
Ólafur segir engan hagnað hafa runnið til sín | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Jenni þetta er jálfsagt alveg löglegt,enda var hann að skæla í imba tímanum í kvöld,sagð að það væri barasta verið að ráðast á sig ,og það ómaklega,,,þetta er því miður,sennilega alveg hárrétt hjá hélvítis manninum...Síðasliðin 15- 20 ár hafa forheimsk íslensk þjóð alltaf kosið yfirsig atvinnu pólitíkusa,sem gerðir eru út af Ó.Ó .og öðrum ámóta, og ef þeir borga árgjöldn ,er lögin bara löguð að þeirra þörfum og eftir þeirra fyrirmælum,ef þeir hinsvegar eru of seinir með árgjaldið(saman ber grísar geingið)er þeim úhyst úr öllum betri klúbbum.var ég búin að senda þér mindskeiðið af Íslenska efnahagsundrinu,,með PRÓFESSOR Hannesi Hólmsteini.?
Julius kristjansson (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 21:39
Sæll Júlli.
Jú sennilega er þetta löglegt og allt eðlilegt.
Jens Sigurjónsson, 19.1.2009 kl. 23:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.