18.1.2009 | 02:26
Nú á að gelda landhelgisgæsluna.
Ekki verður landhelgin okkar undir ströngu eftirliti á næstunni.
Og ekki verður öryggi sjófaranda sem og annarra landsmana
upp á marga fiska, þar sem nú á að gelda starfsemi gæslunnar.
Nú er staðan sú að það eru engir peningar til í rekstrinum.
Það á að segja upp allt að 30 starfsmönnum.
Og úthaldsdögum varðskipanna verður fækkað til muna og öllu
flugi verður haldið í lámarki.
Seint á síðasta ári tók landhelgisgæslan við forustuhlutverki North Atlantic Coast Guard Forum.
Að NACGF standa 20 strandríki Norður Atlantshafsins.
Hlutverk gæslunnar var að móta og stýra stefnu þessara samtaka, til dæmis hvað varðar
mengunareftirlit, veiðieftirlit og svo auðvitað björgunarstörf á hafinu.
En nú er forustu okkar í NACGF sennilega lokið vegna bágrar stöðu Landhelgisgæslunnar.
Þetta er að verða auma ástandið hjá okkur þegar við leggjum öryggi okkar að veði.
Hvað verður næst ?
Athugasemdir
Næst verður fækkun í hópi alþingismanna? Trúlegt NEI
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 18.1.2009 kl. 02:52
Sæl Jóna.
Það væri allavega gáfulegra að fækka þeim .
Jens Sigurjónsson, 18.1.2009 kl. 03:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.