5.11.2008 | 19:01
Henda öllu ruslinu út.
Verður ekki að skipta upp öllu batteríinu í stjórnkerfinu ?
Þjóðin er mjög reið og hefur misst allt traust á ráðamönnum.
Forsætisráðherra ætti að hafa vit á því að biðjast lausnar fyrir
sig og ríkistjórnarinnar í heild sinni.
Geir hefur gjörsamlega brugðist í starfi sínu og það allsvakalega, og ríkistjórnin öll.
Einnig þarf að segja upp allri stjórn Seðlabankans og einnig
öllum seðlabankastjórunum.
Stjórn bankans og bankastjórarnir hafa sannað svo innilega
að engin í þeirra röðum er hæfur.
Og stjórn Fjármálaeftirlitsins ásamt öllum starfsmönnum þess
verður að víkja.
Fjármálaeftirlitið brást algerlega skildu sinni.
Það á að segja öllum strax upp störfum sem voru í lykilstöðum bankanna fyrir hrunið og starfa
þar enn.
Við getum ekki myndað traust til bankanna með þetta fólk þar enn við völd.
Þessir starfsmenn tóku þátt í spillingunni sem var innan bankanna og það er ekki forsvaranlegt
að hafa þetta lið í bönkunum.
Einnig held ég að Forseti Íslands ætti að biðjast lausnar.
Tími réttlætis og heiðarleika kemur aldrei ef við höfum þetta spillingar lið áfram í framlínunni.
Nei við verðum að endurheimta það traust sem við höfðum sem Íslensk þjóð.
Það vinnst ekki aftur nema við hreinsum allan skítinn í burt.
Athugasemdir
Sammála síðasta ræðumanni. Spillingin er alger, það liggur við að megi tala um kolkrabba-mafíu. Það þarf að fá mannskap erlendis frá til að rannsaka allt frá grunni. Hér tengjast allir einhvernveginn og hver heldur verndarhendi yfir hinum. Þeir eru skólabræður, mágar, bræður, feðgar, tengdafeðgar, svilar....enginn er hlutlaus.
Ráðamenn peninga og þjóðmála eru gersamlega máttlausir og vanhæfir. Nýtt afl er það sem þarf.
Rúna Guðfinnsdóttir, 5.11.2008 kl. 23:13
Blesssssssaður,
Sér að þú ert greinilega kominn í land. Væri þá ekki mál að hringja aðeins í systur sína
Kveðja, Ella og co.
Ella (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 18:49
Réttlætið verður ná fram að ganga, því er ég sammála. Verst hvað mannkynið er alltaf ósammála um í hverju réttlæti felst...! Okkar réttlæti er t.d. ekki það sama og stjórnvalda á Íslandi í dag. Ellegar hvussu hvums?
Takk fyrir pistla þína, er ódugleg að kommentera, þó ég kíki alltaf inn endrum og sinnum.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 8.11.2008 kl. 13:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.