5.11.2008 | 18:05
Dagur vonar.
Til hamingju allir.
Barack Hussein Obama er nýkjörinn forseti USA,
ég er mjög ánægður með val Bandaríkjamanna
á forseta í þetta sinn.
Ég gat aldrei skilið það þegar Bush varð forseti
og hvað þá að hann yrði tvö kjörtímabil.
Ég held að Obama komi með ferskan vind inn í
Hvíta Húsið.
Og taki hressilega á spillingu og ósóma.
Og ég vona að hann taki til hendinni hvað varðar
hernaðarbröltið hjá þjóðinni sinni.
Vonandi er runninn upp dagur vonar og réttlætis.
Ég bind miklar vonir við Obama sem forseta USA.
Ég vona svo sannarlega að hann verði maður
orða sinna og standi við kosningarloforðin sín.
Bush tíminn hefur verið heimsbyggðinni allri alveg
skelfilegur.
Svo nú er vonandi kominn tími friðar og réttlætis.
Obama kjörinn forseti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.