1.11.2008 | 22:01
Nígeríu bréfin.
Mér finnst að það hafi verið mikill mistök að yfirvöldum þessa lands að vera eitthvað að skipta sér að
þessum svo kölluðu Nígeríu bréfum, já og að banna viðskipti með þessi bréf.
Var nokkuð meiri áhætta að setja peninga í þessi bréf frekar en að fara með peningana í Íslensku
bankana og láta þá um að ávaxta þá ?
Siðgæðin hjá sölumönnum Nígeríu bréfanna og stjórnendum bankanna er í það minnsta það sama.
Var glæpur Nígeríumanna meiri en stjórnenda bankanna ?
Athugasemdir
Sæll Jenni minn.
Þegar stórt er spurt er fátt um svör.
Vona að nú verði fjör í umræðum fyrst þú ert kominn á stjá.
Vertu Guði falinn.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 1.11.2008 kl. 23:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.