21.9.2008 | 18:55
Varðskipin bundin við bryggju.
Sorgleg er fréttin um að Landhelgisgæslan sé búinn að leggja
skipunum sínum um sinn í sparnaðarskyni.
Of hár olíukostnaður er sagður vera megin orsökin fyrir því að skipin
munu liggja í Reykjavíkurhöfn næstu misserin.
Hvað með öryggi sjófaranda ?
LHG segir að skipin séu í viðbragðstöðu, og að áhafnirnar sé við vinnu
um borð í skipunum.
En Skipin eru bæði í Reykjavíkurhöfn.
Þannig að ef eitthvað fer úrskeiðis hjá sjófarendum er ætlast til að það
gerist eingöngu á Faxaflóasvæðinu og nágrenni.
Hefði ekki verið nær að annað skipið hefði verið í höfn fyrir austan ?
Í Chile er nýtt og öflugt varðskip í smíðum fyrir LHG, og er það skip mikið öflugara en þau gömlu
og þar að leiðandi mun það skip eyða talsvert meira af olíu en eldri skipin.
Verður þá hlutverkið hjá nýja skipinu að liggja meira og minna við bryggju ?
Vonandi verður staðan ekki svo slæm.
Svona mun nýja skipið lýta út.
Fyrir stuttu tók LHG við forustu í samtökunum North Atlantic Coast Guard Forum.
Og er það hlutverk LHG að stýra og móta stefnu samtakana í öryggi og eftirliti á norður altanshafi.
Er það traustvekjandi að landhelgisgæslan sem veitir samtökunum forustu hafi ekki efni á að gera
út varðskipin sín. og þannig um leið minnka öryggi sjófarenda um Norður Atlantshaf.
Í þessu samtökum eru landhelgisgæslur frá 20 ríkjum. Nú hefur skipaumferð aukist mjög mikið á
síðustu árum um Norður Atlantshafið, þannig að það verður að efla öryggið mjög mikið, þá á sviði
björgunar og fylgjast með ferðum skipum sem hafa spilliefni um borð.
En það er erfitt fyrir okkur að láta taka eitthvað mark á okkur ef við höfum óvirka gæslu á hafinu.
Bruðl og aftur bruðl.
Það hefði nú mátt nota peningana sem Menntamálaráherra eyddi í Kína á dögunum í .
Allavega finnst mér að minka bruðlið hjá hinum háu herrum í ráðuneytum þessa lands sé mun meiri
nauðsyn en að skrúfa fyrir öryggi sjófarenda eins og ekkert sé sjálfsagðara.
Það er ráðamönnum þessa lands til háborinnar skammar að skerða öryggi sjómanna.
Skipum Landhelgisgæslu lagt til að spara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll Jens.
Þetta er bara eftir forskriftinni, þetta er búið að vera svona síðan ég man eftir mér þegar þau lág til dæmis upp undir viku á Ísafirði (ekki vegna veðurs) nei af og frá,þó kæmi fyrir.
Sæll að sinni.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 08:37
Þetta er hreint forkastanlegt ef rétt er. Skip og áhöfn hafa mörgum mönnum bjargað og vonandi verða þau áfram til staðar þegar á þarf að halda.
Kveðjur.
Rúna Guðfinnsdóttir, 22.9.2008 kl. 08:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.