Frjálslyndir að springa.

headmyndblogg3
 
 Ekkert lát virðist vera á innanhús átökum hjá frjálslynda Flokknum.
Nei heldur virðist sem deilurnar harðni enn frekar.
 
 
Nú hafa strákarnir í stjórn ungra frjálslynda lýst yfir algeru vantrausti á Kristinn H. Gunnarsson.
Og vilja að hann segi af sér þingmennsku tafarlaust.
 
Jón Magnússon sakar Guðjón Arnar Kristjánsson og Kristinn H. Gunnarsson um einkavinavæðingu.
Hann segir að hæfasta fólkið sé ekki valið til starfa fyrir flokkinn.
Hann segir að Magnús Reynir Guðmundsson sem er Ísfirðingur, vinur og stuðningsmaður Guðjóns
hafi verið valinn í starf framkvæmdastjóra flokksins frekar en Sigurjón Þórðarson.
 
Guðjón Arnar Kristjánsson hefur nú sagt að það sé ekki miðstjórn flokksins sem ákveði hver sé
þingflokksformaður.
 
Nýtt afl að eyðileggja flokkinn ?
 
Ég var alltaf viss um að ekki yrði unnið að heilindum og að friður ríkti á milli manna eftir að nýtt afl
kom og sameinaðist Frjálslindum.
 
En er þetta lið virkilega svo vitlaust að halda það að flokkurinn lifi það af ef Kristinn og Guðjón verði
hraktir burt ?
 
Það er alveg greinilegt að Jón Magnússon og félagar vilja sölsa undir sig flokkinn og fá að ráða.
 
 
 
 
 

mbl.is Lýsa vantrausti á Kristin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Hver á hvað..og hvað á hvurs..?. þetta er allt ein allsherjar vitleysa frá upphafi til enda....

Góða helgi minn kæri!

Rúna Guðfinnsdóttir, 19.9.2008 kl. 17:00

2 identicon

Þú ert nú meira fiblið, heldur að þú vitir þetta. Kristinn og Guðjón eru ekki vinir. Kristinn lætur bara líta þannig út. Guðjón er búin að segja í votta viðurvist að Kristinn sé ekki samstarfshæfur. Guðjón leyfði honum ekki að fara í eldhúsdagsumræður í vor og síðan hefur sleggjan verið í fýlu.

Guðjón er góður maður og á ekki skilið þessa framkomu Kristins, því hann einn réði inngöngu hans í flokkinn.

Signý (IP-tala skráð) 19.9.2008 kl. 19:34

3 Smámynd: Jens Sigurjónsson

Sæl Signý.

Ekki veit ég Hvað fíbl, aldrei séð þetta orð áður.

Guðjón hefur líka sagt opinberlega að Kristinn standi sig vel sem þingmaður.

Hvort þeir eru vinir eða ekki þá er verið að ráðast á þá báða.

Guðjón er góður drengur það veit ég, og Kiddi er það líka.

Bestu kveðjur.

Jens Sigurjónsson, 19.9.2008 kl. 21:12

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Mér er skylt líkt og öðrum að hafa það sem sannara reynist. Í athugaemd minni við bloggfærslu þína frá 17. sept. varð mér það á að birta rangar kosningatölur. Réttar tölur eru:

Alþingiskosningar 2003. F. listi 2666 atkv.

Alþingiskosningar 2007. F. listi 2432 atkv. fylgistap 234 atkvæði. Alveg gífurleg lyftistöng fyrir fylgið, Kristinn H. Gunnarsson!!!

Árni Gunnarsson, 19.9.2008 kl. 21:26

5 Smámynd: Jens Sigurjónsson

Sæll Árni.

Það voru miklar hræringar í flokknum rétt fyrir kosningar. 

Það fór mikið þegar Margrét yfirgaf skútuna. 

Ég held Árni að þessi flokkur sé búinn að missa rætur sínar, ÞVÍ MIÐUR.

Jens Sigurjónsson, 19.9.2008 kl. 21:50

6 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Jenni minn.

Mér sýnis allt vera á hverfandi hveli hjá þeim Frjálsu.

Guðjón Arnar hefur staðið sig mjög vel í þessu Frjálsa bandalagi sem hefur fengið á sig brotsjó aftur og aftur. 

Ekki lýst mér vel á Margréti Sverrisdóttir þó hún sé Vestfirðingur. Hún var nú ekkert til fyrirmyndar í borgarstjórnarbröltinu.

Ekki leist mér á þegar Kristinn Gunnarsson gekk í flokkinn. Mín rök eru að hann er búinn að vera óttalegur jójó í pólitík og það finnst mér ekki traustvekjandi.

Ekki leist mér heldur á þegar Nýtt Afl fór í eina sæng með þeim Frjálsu.

Leitt með þá Frjálsu því hefðu þeir vandað betur til verka þá hefðu þeir getað komist langt í næstu kosningum því fólk er búið að fá leið á gamla draslinu, hvort sem það heitir Sjálfstæðisafgangar, Framsóknaafgangar, Alþýðubandalagsafgangar eða Alþýðuflokksafgangar.

Vona að úr rætist hjá þeim Frjálsu. Óþolandi þessi valdabarátta sem eyðileggur allt.

Sé að þú hefur verið duglegur að blogga.

Ég er heima eins og er og fer aftur í Paradís á morgunn og pabbi líka. Við verðum þar í þrjár vikur.

Guð veri með þér í öllu sem þú tekur þér fyrir hendur.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 20.9.2008 kl. 19:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband