9.9.2008 | 18:49
Olían lækkar.
Það eru góðar fréttir að tunnan af olíu er komin
undir 100$.
Tunnan hefur lækkað um tæpa tvo dali frá því í gær, þetta eru frábærar fréttir.
Eina sem er leiðinlegt, er það að dollarinn hefur ekki verið svo hár á Íslandi síðan 2002, hann er núna rúmar 90 krónur.
Og því miður held ég að hann sé ekkert að fara að detta neitt niður á næstunni því miður.
Nei hann mun hækka eitthvað meira til viðbótar.
Evran er komin í 128 krónur, þetta er klikkun.
En það er engu að síður gott að olían er að falla.
Ætli olíufélögin á Íslandi muni eftir því að lækka hana ?
Olíuverð komið undir 100 dali | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Veistu, íslensku olíufélögin skilja ekki hugtakið "að lækka".....
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 9.9.2008 kl. 21:29
Guðný Anna ég held að þetta sé hárrétt hjá þér.
Jens Sigurjónsson, 9.9.2008 kl. 21:45
Sæll Jens.
Hafið þið tekið eftir því að þetta eru ekki bensínstöðvar lengur.
Þetta eru mat og veitingasölustaðir,sem selja allt nema Bílavörur.
Kveðja.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 10.9.2008 kl. 01:24
Hæ!
Ég hlakka rosalega til að sjá þessa lækkun :-), þeir klikka nú örugglega ekki á þessu....annars á Elli afmæli í dag og fær þá FIMM króna afslátt hjá Atlandsolíu í dag, það er ekkert smá afmælisgjöf maður ;-) !!!! Sem sagt bara taka olíu þegar maður á afmæli.....og nokkrum sinnum þar á milli.
Er ekki annars allt gott að frétta af ykkur? Af okkur er allt það besta.
Heyri í þér..........kveðja Ella.
P.s ertu búinn að finna íbúð handa okkur úti.....á að vísu eftir að segja Ella frá þessu en hehemmmm, er það ekki bara aukaatriði???
knússssssssssssss.
Elín Sif Sigurjónsdóttir (IP-tala skráð) 10.9.2008 kl. 08:42
Sæll Jens
Vonast til að sjá þig við opnun sýningar minnar í Gerðubergi föstudaginn 12. sept. kl. 4. Sýningin stendur til 2. nóv.
Kveðja
Guðný Svava Strandberg
Svava frá Strandbergi , 10.9.2008 kl. 13:14
Þú athugar það að á Íslandi lækkar aldrei neitt.
Rúna Guðfinnsdóttir, 10.9.2008 kl. 17:28
Haha, fyrr yrði ég keisarinn í Kína en að olíufélögin myndu lækka bensínið svo um munaði! Þeir eru mjög fljótir að hækka það ef heimsmarkaðsverðið stígur en eitthvað stendur á lækkuninni....
Kveðja, Adda
Adda (IP-tala skráð) 10.9.2008 kl. 17:44
Við verðum að vona það, hæpið samt
Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 10.9.2008 kl. 23:02
Rétt er það Þórarinn þetta eru bara pylsuvagnar.
Hæ Ella, ekkert mál með íbúð. Skilaðu kveðju til Ella.
Guðný ég hefði svo sannarleg mætt á sýninguna ef ég væri á landinu, kem bara næst.
Rúna eina sem lækkar hratt þessa dagana á Íslandi eru hlutabréfin.
Adda þú yrðir flott sem keisari í Kína.
Hver sem reglan er Tryggvi, þá er þetta ljóta ruglið.
Guðrún Þóra við verðum bara að vona það besta, það er víst lítið annað hægt að gera.
Þakka ykkur fyrir innlitið.
Bestu kveðjur Jenni.
Jens Sigurjónsson, 10.9.2008 kl. 23:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.