6.9.2008 | 19:07
Sagan endalausa.
Er ekki nokkur leið fyrir Íslendinga að öðlast festu og stöðuleika í húsnæðiskerfinu ?
Er það furða þó maður velti þessu fyrir sér ? Sorgleg er sagan orðin, og virðist vera endalaus.
Stjórnmálaflokkarnir hafa í gegnum tíðina verið ansi borubrattir fyrir kosningar ekki vantar það
og lofað og lofað öllu fögru.
Upp úr miðri síðust öld kom Sjálfstæðisflokkurinn með ansi gott slagorð, sem hljóða svo.
EIGN FYRIR ALLA.
Með þessu vildi flokkurinn sína að hann ætlaði sér að berjast fyrir því að allar fjölskyldur gætu
eignast sína eigin íbúð og þyrftu ekki að vera leiguliðar.
En auðvitað var enginn fótur fyrir þessu slagorði frekar en öðrum eftir þetta.
Á þessum tíma voru lífeyrissjóðirnir nánast ekki til og mjög erfitt og varla hægt að fá opinbert lán
til húsnæðisbygginga.
En fólk á þessum tíma var duglegt við að byggja sjálft og lagði mikið á sig, þannig varð þeirra
eigin vinna stór þáttur í því að fólk gat eignast eigin íbúð.
En á áttunda áratugnum kom hin fræga óðaverðbólga. Allir vita hvernig það var ÚFFFF.
Á nýunda kom verðtrygging og frjálsir vextir. voru þá háir vextir og verðtryggingin að drepa fólk.
En á tíunda og fyrstu árum þessara aldar, fóru bankarnir að lána til 40. ára á lágum vöxtum.
Og efnahagsstöðuleiki til nokkurrar ára breytti myndinni, og fólk tók þessi lán og vildi trúa því
að nú væri tími festu og stöðuleika loksins genginn í garð, og bjartsýni var ríkjandi í þjóðfélaginu.
En Adam var ekki lengi í Paradís.
Ó nei og nei núna er staðan sú að það er sama hvernig fólk borgar af þessum lánum þau einungis
hækka og hækka.
Og umhverfið er orðið þannig að nú er ætlast til að fyrirvinnur fjölskyldunnar sé tvær.
Og ungt fólk og einstæðir foreldrar eiga ekki möguleika á að eignast eigin íbúð með góðu móti.
Og leigumarkaðurinn er orðinn ansi smart. Algengt verð á tveggja herbergja íbúð er 80 - 120 þús.
Við verðum að finna leiðir til að skapa festu og stöðuleika í húsnæðiskerfinu okkar.
Því miður virðist ekki vera vit eða áhugi hjá stjórnarflokkunum til þess að svo verði.
Athugasemdir
Gæti ekki verið meira sammála þér varðandi festu og stöðugleika, bæði í húsnæðiskerfinu og fleiru .....
Tek til við klukkið hið bráðasta!!!!!
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 7.9.2008 kl. 15:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.