Múslímskar konur og blæjan.

 
 Hvers vegna eiga múslímskar konur að bera blæju ?
Nú er sagt að það standi ekkert í kóraninum
um að konur eigi að bera blæju.
 
niqab2
 
Íslömsk Kona með blæju.
 
Maður er að rekast á þessar konur allstaðar, og alltaf finnst mér jafn skrítið að þær skuli bera 
þessar blæjur.
Mér finnst svo leiðinlegt að geta ekki fengið að sjá þessar konur, og einhvernvegin finnst mér
að þeim hljóti að finnast þetta frekar leiðinlegt að þurfa að hylja sig svona.
 
Hvað segir Kóraninn.

Það er víst rétt að hvergi í kóraninum er konum skipað að bera blæju.
En það er texti sem oft er vitnað til varðandi blæjuna, og er hann að finna í 24. þætti kóransins
og 31. versi,  þar sem konum er boðið " að hverfa sjónum sínum burt frá freistingum og vernda
hreinleik sinn, að hylja sína prýði, nema þá sem sýnd er að eðlilegum hætti, að bregða blæju
yfir barm sinn og eigi sýna fegurð hans öðrum en eiginmanni sínum...".
Í 33. kafla, 60. versi, er konum líka ráðið til  "að sveipa þétt að sér skikkjum sínum."
 
 
En Hvað ?
 
Sú hefð að íslamskar konur beri blæju er yngri en trúin.  Engu að síður var þessi hefð til staðar,
að minnsta kosti í Sýrlandi og Mesópótamíu (nú Írak) löngu fyrir daga Múhameðs.
Í lögbók frá um 1100 f.kr. kemur fram að giftar konur og siðsamar dætur skuli blæju utandyra.
  Hidjab samheiti yfir slæður, blæjur og skikkjur, varð á 20. öld mikið til umræðu í mörgum
íslömskum samfélögum.  Í Egyptalandi varð til femínistahreyfing sem kom mörgum konum til að
varpa blæjunni fyrir róða og stjórnvöld sem aðhylltust vestræn sjónarmið, t.d. í Tyrklandi  og
Íran, hreinlega bönnuðu konum að bera slæður, þar eð þær væru merki þess að konur væru 
lægra settar.
 
2
Mismunandi skikkjur.
 
Með  fullri virðingu fyrir trúnni og hefðinni.
Finnst mér tími til kominn að múslímskar konur
fá að varpa af sér blæjunni.
Mér persónulega finnst þetta svo mikil niðurlæging fyrir konurnar.
 
 
Tilvitnanir í kóraninn eru sóttar í þýðingu
Helga Hálfdánarsdonar 1933.
 
 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband