3.9.2008 | 17:03
Svangir karlar - stórar konur
Leiðin að hjarta mannsins liggur í gegnum magann,
svo hefur löngum verið sagt.
Í nýlegri rannsókn við Newcastle - háskóla í Englandi spurðu vísindamenn tvo hópa
karlkyns stúdenta nokkra spurninga og kom þá í ljós að svangir karlar sýndu meiri
áhuga á stórvöxnum konum en saddir karlar.
Dr. Martin Tovée telur að líklegasta ástæðan sé sú að svangir vilji helst komast í
félagskap við fólk sem ber það með sér að vera vel nært, því það fólk virðist greinilega
eiga auðvelt með að nálgast fæðu.
Þetta kallar maður mögnuð vísindi, stórmerkileg uppgötun.
Athugasemdir
Þá sé é ekki annað í stöðunni en að hafa Bóndann aldrei svangan, eða mig sí-étandi þar til ég verð stór!
Rúna Guðfinnsdóttir, 3.9.2008 kl. 17:18
Hæ og hó.
Ég þarf að fara til Bandaríkjanna.
Vertu Guði falinn
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 3.9.2008 kl. 18:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.