Einn ástsælasti sonur þjóðarinnar.

476857
 Herra Sigurbjörn Einarsson.
 
Með Herra Sigurbirni Einarssyni er genginn einn ástsælasti sonur sem Íslenska þjóðin hefur eignast.
 
Hans verður minnst sem öflugasta málsvara kristni og mannúðar á Íslandi.
Predikanirnar hans, sálmar og bænir hafa snert við hjörtum allra íslendinga í gegnum tíðina,
því enginn hefur boðað fagnaðarerindið hér á landi á svo einlægan hátt sem Herra Sigurbjörn.
Enda eru bænir, predikanir og sálmar hans fyrir löngu orðnar klassík.
 
Herra Sigurbjörn Einarsson fæddist árið 1911.
Hann giftist Magneu Þorkelsdóttur árið 1933.
Frú Magnea lést þann 10 apríl 2006.
Eignuðust þau 8. börn.
 
Herra Sigurbjörn tók við Breiðabólstaðarprestakalli 1.sept 1938 og vígðist hann sama ár.
Honum var veitt Hallgrímsprestakall í janúar 1941 og var þar til ársins 1944 þegar hann gerðist
dósent í guðfræði við Háskóla Íslands, og varð hann prófessor í Guðfræði við sama skóla árið 1949,
hann gegndi því starfi til 1959 er hann varð Biskup Íslands.
Og Biskup var hann til ársins 1981 eða í alls 22.ár.
 
Predikanir hans voru perlur, og eru fyrir löngu orðnar klassík.
Líkingar hans voru oft hnyttin og fyndin.
Eins og þess texti sem er í senn fyndinn og mjög djúpur.
 
"Líf flestra manna er líkast kirkjusvefni.
Þeir sofa þangað til sagt er "amen".
Þá hrökkva þeir upp. En þá er um
seinan að heyra, eilífðarboðskapinn og
taka á móti blessunin frá Drottni.
Þannig vaknar margur þá fyrst
þegar dauðinn nálgast og segir sitt
amen yfir lífi þeirra."
 
 
Fáir hafa verið eins öflugir málsvarar Íslenskrar tungu eins og Herra Sigurbjörn Einarsson var.
Enda má svo sannarlega segja að predikanir hans hafi verið málfarsundur því hann lék sér svo
faglega með Íslenskuna þannig að úr urðu meitlaðar og hlýjar setningar, sem allir vildu hlusta á.
 
Hann var líka öflugur á ritvellinum og liggur mikið eftir hann þar á bæ.
Sigurbjörn skrifaði mikið af fræðibókum til að mynda kennslurit um trúarbragðarögu og hann þýddi mikið af sálmum og trúarritum.
Þekkt rit eftir hann eru til að mynda Trúarbrögð mannkyns og Opinberun Jóhannesar.
Einnig gaf hann út fjölda bóka um hugvekjur og predikanir til að mynda bækurnar,
Meðan þín náð, Helgar og hátíðir, Konur og Kristur, Sárið og perlan.
Hann samdi og þýddi fjölda sálma í sálmabók þjóðkirkjunnar.
 
Ég er nokkuð viss um sjaldan eða aldrei hafi Íslenska þjóðin virt nokkur hjón eins mikið,
eins og hún virti og elskaði heiðurshjónin Herra Sigurbjörn Einarsson og frú Magneu Þorkelsdóttur.
Það geislaði af þeim hjónum mannelska, og ástúð og svo mikil hlýja.
 
Ég veit að það er tekið vel á móti honum í himnaríki, þeim stað sem hann hefur verið að segja
okkur frá alla sína tíð.
 
Blessuð sé minning Herra Sigurbjörns Einarssonar.
 
jesus-bible-14g
 
 
 
 
 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Vertu velkominn á opnun á myndlistarsýningu okkar fimm bloggvinkvennanna; Elínar Bjarkar Gurðbrandsdóttur, mín, Guðnýjar Svövu Strandberg, Katrínar Níelsd., Katrínar Snæhólm og Zordísar. í Ráðhúsi Reykjavíkur, laugardaginn 30.okt. Opnunin stendur yfir frá kl. 15 til 17 og boðið verður upp á léttar veitingar.
Sýningin stendur til 14. sept.
 
Kveðja
Guðný Svava Strandberg.

Svava frá Strandbergi , 29.8.2008 kl. 23:20

2 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Jenni minn.

Það er nú dálítið dýrt fyrir þig að fara á þessa myndlistasýningu.

Margir af bloggvinum mínum eru búnir að skrifa smá pistill um Herra Sigurbjörn Einarsson. Ég ætla nú bara að segja þér að þú leggur miklu meira í þinn pistil en flest hin. Heilmikil fróðleikur sem þú kemur fram með sem ég er þakklát fyrir.

Ég er svo sammála þér með Herra Sigurbjörn Einarsson. Hann var ekta Guðsmaður og hann hafði svo mikla útgeislun, bar mikinn kærleika til okkar allra og lagði sig fram að breiða út kærleiksboðskapinn um Jesú Krist. Hann vann öll sín verk með mikilli virðingu.

Ég hef oft óskað þess að íslenska þjóðin ætti marga eins og gamla biskupinn okkar. Hann var ekki með neinar málamiðlanir. Hann var ekki að breyta og breyta lögum Guðs eins og nú tíðkast á prestastefnum og í sölum Alþingis.

Alveg er ég viss um að það var mikill fögnuður í hinni himnesku Jerúsalem þegar Séra Sigurbjörn kom heim til Jesú.

Mætti ég einnig fá að fara til hinnar himnesku Jerúsalem þegar ég fer héðan.

Takk innilega fyrir falleg minningarorð um Séra Sigurbjörn Einarsson

Blessuð sé minning hans.

Guð blessi þig Jenni minn.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 30.8.2008 kl. 01:04

3 Smámynd: Jens Sigurjónsson

Sæl Rósa mín.

Já svo sannarlega var Sigurbjörn ekta Guðsmaður. Við Íslendingar erum heppin að þessi einlægi þjónn Guðs var meðal okkar.

Guð blessi þig Rósa mín.

Jens Sigurjónsson, 30.8.2008 kl. 02:08

4 identicon

Ég veit ekki um Sigurbjörn en mér finnst Kalli sonur hans vera einkar leiðinlegur maður. Hann er stífur og ósveigjanlegur eins og sannast hefur hingað til þegar samkynhneigðir hafa beðið um að verða viðurkenndir eins og annað fólk. Þekkti aldrei Sigurbjörn og kannski var hann ágætis maður. En Kalli mætti missa sín eins og kannski margir prestar Þjóðkirkjunnar í dag. Má ég þá heldur biðja um mann eins og prest Fríkirkjunnar sem tekur á móti öllu fólki eins og það er.

Við erum fólk eins og aðrir og viljum viðurkenningu eins og þið hin....

Kveðja, Adda

Adda (IP-tala skráð) 30.8.2008 kl. 17:41

5 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Jens, takk fyrir orðin um Sigurbjörn Einarsson, hann var frábær maður, þó ekki væri maður alltaf sammála honum (að sjálfsögðu .... !)

Langar að óska þér hjartanlega til hamingju með brúðkaupið og þessa fallegu konu! Flottar eru brúðkaupsmyndirnar - og þetta hefur greinilega verið frábær dagur.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 30.8.2008 kl. 21:24

6 Smámynd: Jens Sigurjónsson

Þakka þér Guðný Anna fyrir hlýjar kveðjur.

Jú þetta var yndislegur dagur.

Jens Sigurjónsson, 31.8.2008 kl. 12:21

7 Smámynd: Ragnar Kristján Gestsson


Þakka þér Jens fyrir góð orð um Sigurbjörn, skemmtilegur texti og á sama tíma mjög alvarlegur.  Eins til þín Adda, Sigurbjörn, eins og Karl (og hið sama ætti að gilda um alla sem kalla sig kristna) fyrirlíta syndina og ættu aldrei að viðurkenna hana sem eðlilega né samþykkja hana.  Hinsvegar elskuðu þeir feðgar syndarana (og hið sama ætti að gilda um alla sem kalla sig kristna).  Og þetta gildir um hverja þá synd sem Guði nefnir.

Göngum á Guðs vegum. 

Ragnar Kristján Gestsson, 31.8.2008 kl. 17:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband