21.8.2008 | 16:29
Gísli í skóla og borgin borgar.
Gísli Marteinn Baldursson.
Það eru ekki allir eins heppnir og borgarfulltrúinn okkar hann Gísli Marteinn Baldursson .
Hann fer í haust í Edinborgarháskóla til að stunda nám í borgarfræðum.
Og lukkan hans er sú að hann er á launum hjá borginni á meðan, en hann segist ætla að
stunda þá vinnu sem hann var kosinn til að sinna samhliða náminu.
Duglegur er Gísli án efa, en ég efa að hann geti sinnt náminu og störfum sínum í borginni á
sama tíma.
Það verður fróðlegt að vita hvað ferðakostnaður hans verður hár í vetur, það verður feitur reikningur
því hann verður meira og minna á ferðinni ef hann ætlar sér að gera þetta með sóma.
Og auðvitað verður hann að borga farmiðana sjálfur hvað annað.
Nú var Gísli búinn að tala um að segja sig úr nefndum og ráðum á vegum borgarinnar.
En hann ætlar sér að vera í forsætisnefnd sem færir honum 108 þús á mánuði.
Gísli segir að þetta sé lítill nefnd og aðeins sé búið að kalla nefndina saman 5. sinnum á þessu ári,
ef svo er finnst mér 108 þús á mánuði fyrir litla sem enga vinnu ekki slæm laun.
Þannig að Gísli verður þá með um 325 þús í laun samanlagt á mán hjá borginni.
því hann hefur 216 þús sem borgarfulltrúi á nefndarsetu.
Það verður fróðlegt að fylgjast með í vetur hvernig þetta kemur til með að ganga upp hjá Gísla.
En auðvitað vita allir að þetta kemur aldrei til með að ganga upp hjá stráknum.
Ef hann ætlar að stunda nám þá stundar hann námið og fer úr vinnunni.
Að halda þessum blekkingarleik áfram er mjög heimskulegt af honum því allir sjá í gegnum þetta.
Það verður ekki látið líðast að hann verði í vinnu hjá borginni bara að nafninu til.
Ef hann ætlar að þiggja laun skal hann vinna fyrir þeim.
Gísli Marteinn: Ákveðinn misskilningur í gangi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Gæti ég kannski fengið að fara í skóla í vinnunni og fengið launin mín samt sem áður?
Rúna Guðfinnsdóttir, 21.8.2008 kl. 16:42
Já Rúna þetta er fáránlegt.
Jens Sigurjónsson, 21.8.2008 kl. 16:44
Íslenskt stjórnkerfi er orðið eins og ein heljarstór mafíuklíka...eða hvað finnst þér? Þeir skara eld að eigin köku og skítt með alla hina. Hefur þetta fólk ekki hugsun á því að þeirra börn og barnabörn eigi efitr að ganga að þjóðarbúinu?
Merkilegt hugarfar...alveg stórmerkilegt.
Rúna Guðfinnsdóttir, 21.8.2008 kl. 16:55
Gísli er náttlega að fá súperofurörorkubætur í gegnum klíku xD... hér hlaupa yfirvöld á eftir öryrkjum sem voga sér að grípa í eitthvað til þess að drýgja lúsina sem að þeim er rétt... íslenskir stjórnmálamenn mergsjúga hverja einustu krónu sem þeir geta, og það er í lagi.
Til hamingju ísland, við eigum ömurlegustu og spilltustu stjórnmálamenn í heimi!!
DoctorE (IP-tala skráð) 21.8.2008 kl. 17:33
Rúna það er alveg rétt þetta er að verða eins og stór mafíufjölskylda.
Það er bara hugsað um hvernig best sé að fá peninga í eigin vasa.
Nokkuð til í Doctor þetta með spillinguna.
Jens Sigurjónsson, 21.8.2008 kl. 18:21
Sæll Jenni minn.
Þetta er algjör hneisa. Allir sjá í gegnum þessa spillingu og þetta er rétt hjá Doctor E. að við eigum ömurlegustu og spilltustu stjórnmálamenn í heimi. Þetta er orðið algjört Bananalýðveldi.
Réttarkerfið er í rúst, velferðarmál og heilbrigðismál eru oft til skammar. Því miður heyrum við frá fullt af Íslendingum sem eru að mínu mati heilaþvegnir að við lifum við besta réttarkerfi, velferðarkerfi og heilbrigðiskerfi í veröldinni. Ég segi nú bara:"Fyrr má nú rota en auðrota."
Baráttukveðjur/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 21.8.2008 kl. 20:44
Ég vildi að mér hefði hugkvæmst að ganga í ýmis borgarnefndastörf meðan ég stundaði skólann síðustu þrjú ár. Og ég var meira að segja á landinu svo ég hefði kannski getað mætt á svona eins og einn og einn fund. En þetta geta menn gert, löglegt en siðlaust.....hundeltið öryrkjana fyrir að vinna með örorkunni og sendið svo borgarfulltrúana í skóla erlendis!
Ég er sammála hinum sem hafa skrifað hérna, þvílíkt siðleysi er í gangi í þessu þjóðfélagi! En þetta kusum við yfir okkur, ekki gleyma því. Vildi að fólk gæti munað svona hluti þegar að kosningum kemur og flokkarnir reyna allir að klóra í bakkann og sleikja upp almúgann....
Adda (IP-tala skráð) 22.8.2008 kl. 19:27
Það er rétt hjá þér Rósa þetta er orðið Bananalýðveldi.
Adda það hefði nú verið gott að stunda skólann á sínum tíma á fullum launum.
Jens Sigurjónsson, 23.8.2008 kl. 15:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.